mánudagur, maí 29, 2006

Hlýðin sem aldrei fyrr.

Jebb. Slæmt er það orðið. Maður er bara alveg hættur skrifa nokkurn skapaðan hlut hér inn nema að manni sé skipað fyrir. Svo sem ekki mikið á daga mína drifið sem er í frásögu færandi. Neibb. Frekar sljó þessa daganna konan. Hins vegar get ég upplýst það hér að konan er víst alveg sérstaklega slæm af vöðvabólgu þessa daganna. Er búin að vera að berjast við svima í allan vetur, fara í blóðprufur og svona, en ekkert komið út úr því. Var svo hjá hjemmedoktoren á miðvikudaginn og tilkynnti hann mér þetta með hátiðlegum blæ. Ég var náttla búin að sjúkdómsgreina sjálfa, Heilaæxli. En ekki hvað. Alltaf svoooo dramatísk að það hálfa væri nóg. Þessum svima mínum hefur fylgt algert orkuleysi og þreyta. Alveg búin á því þegar mar skríður heim úr vinnu. Svo elskulegur doktore lét konuna fá pillur sem eru verkjastillandi og vöðvaslakandi. Á að éta þær í mánuð og skoða svo framhaldið. Núh, eins og lög gera ráð fyrir las ég náttla blaðið litla sem var í pillu pakkanum. Aukaverkanir og svona. Og þar stedur. "einn af hverjum 7 fær eitthvað af eftirfarandi." Og talin eru upp nokkur atriði. En hvað haldið þið að sé í fyrsta sæti. En ekki SVIMI OG ÞERYTA. Halló. Ég fór út af þessu dóti. Kom on er ekki að skilja þetta. Svo ætli ég leggi mig ekki bara í mánuð. Eða fram að 17 júní, tek frí á pillum og skrepp til Italíu, kem heim og klára pillurnar og legg mig á meðan. Jebb, líst bara vel á það. Raddpartýið hjá altinum okkar síðasta miðvikudag og var alveg gassalega gaman. Fengum ótúrlega góðan kjúllarétt hjá Ernu og fær hún sko 15 stig af 10 mögulegum. Eins og sést á meðfylgjandi mynd
var mikið sungið og hér er konan í nettum fíling. Jamm, svona myndast maður þegar læðst er upp að manni og viðkomandi nær ekki að pósa. Þær vilja verða soldið skrítnar þá. Skrapp svo með Lonni í sund með músluna mína. Voða gaman. Hún er sko alveg að fíla sig í sundinu.

Sko, sjáiði bara. Hún stendur alveg sjálf. Svo seinna um daginn kom Lija með músina mína. Og það vantar sko ekki fjörið í hann. Alltaf á fullu.

Jamm og jæja. Held ég láti þessu lokið að sinni.
Yfir og út krúsarknús...............................

Engin ummæli: