miðvikudagur, apríl 26, 2006

It´s a life.

Það er að segja frúin sjálf. Reyndar búið að vera bilað að gera hjá mér þessa síðustu daga og vikur. Tónleikarnir næsta sunnudag og loka æfing var í kvöld. Svo nú er bara að biðja góðar vættir að vera með oss og svona. Ég verð nú bara að segja það að þetta verða hrikalega flottir tónleikar. Og mín ætlar að vera góð á því og syngja með báðum kórunum. Er aðeins búin að vera að hugsa þetta. Var hálft í hvoru að hugsa um að syngja bara með Gospelnum, en held ég láti bara slag standa og syng líka með Voxinum. Þarf reyndar að hafa möppudýrið í þeim hluta, en ég hlýt að komast fram úr því. Ma og pa koma heim á morgun svo þau ætla að sjálfsögðu að mæta og hlusta. En ekki hvað. Spúsinn að vinna svo ekki kemst hann. Tókst nú samt að selja 13 miða og er bara sátt. Barnabörnin bæði nýbúin að vera hér og mín að sjálfsögðu með myndavélina á lofti. Versogú...
Þau eru svooooooooooo sæææææææææææææææt....... Já já. Ég veit. Ég er að springa úr monti af þessum börnum. En ég bara ræð ekki við mig. Og sjáiði bara sæta taglið. Ekkert venjulegt hár á svona ungu barni. hehehehe.... En nú nenni ég ekki meir. Er algjörlega andlaus eftir þessar löngu kóræfinga tvö kvöld í röð. Vildi bara láta vita að ég væri á lífi.
Yfir og út krúsarknús................

Engin ummæli: