föstudagur, maí 19, 2006

Jebb, þannig fór um sjóferð þá.

Engin Silvía Nótt í Júróvisjon á laugardaginn. Stelpu greyið talaði sig út úr þessari keppni. En kom on. Grikkir og Men in black. Man ekki frá hvaða landi þeir voru. Hvað er málið. Silvía var mikið betri en þau. Frekar þunnur þrettándi þetta lið. Huuhhh.... Lenti í smá svona twilight zone dæmi um daginn. Fór með kórkjólinn og buxur í hreinsun. Og þau hafa tekið upp svona tölvustýrt dæmi. Slá inn kennitöluna og fá þannig upp nafnið á manni. En neibb. Ég er ekki til. Kennitalan mín var bara ekki með. Svo ég gef þeim kennitöluna á spúsanum, og neibb, ekki til heldur. Tvær voru að afgreiða og sú sem var ekki að afgreiða mig, afgreiddi örugglega 6 konur á meðan hin var að djöflast við að finna okkur hjónin, og ekkert mál með þær. Skrítið. Hvað skyldi hafa orðið um okkur. Erum við kannski ekki til. Er líf vort bara draumur. Nei ég bara spyr. Fór heim úr vinnunni í gær um 11. Gjörsamlega að drepast í beinverkjum, kuldaköstum og almennum slappleika. Var heima líka í dag. Frekar leiðinlegt að hanga svona. Sé svo til með fyrramálið, hvernig ég verð. Ætla samt á tónleika með Léttunum annað kvöld. Hlakka bara til þess. Dobblaði Öddu með mér svo ég þyrfti ekki að druslast ein. Alltaf skemmtilegra að hafa félagsskap á svona uppákomum.. Svo ætlar Gospel altin að vera með raddpartý næsta miðvikudag. Frídagur á fimmtudaginn svo þetta var alveg upplagt. Well. Ætla að druslast í bælið og gleypa eins og eina treo. Hausinn að springa.
Yfir og út krúsarknús.............

Engin ummæli: