þriðjudagur, maí 16, 2006

Bara búið að vera brjálað að gera

hjá frúnni. Æfingar og meiri æfingar. Ekki það að mér leiðist það svo sem. Ó nei, ó nei. Fórum á laugardaginn og vorum með tónleika í Skálholti, ásamt kvennakórnum Freyjurnar úr Borgarfirði. Og algjörlega dásamelgur dagur í alla staði. Yndislegt veður og enn betri félagsskapur. Bara nokkuð góð mæting á tónleikana eða um 80 manns. Og þykir mér það nú bara ágætt þarna í sveitinni. Borðuðum svo í Fosstúni hjá Steinari Berg. Dásamlegur staður og útsýnið geggjað. Og oh my god. Held að ég hafi aldrei á ævinni fengið eins góðar kjúllabringur. Algjörlega bráðnuðu upp í manni. Mikið skrafað, mikið sungið og enn meira hlegið. Hér erum við herbergisfélagarnir. Fundum alveg lyktina af Italíu sem er handan við hornið. Svaka góð lykt það mar. Aðeins að vinnu vorri. Er eiginlega farin að halda að ég vinni í Rússlandi. Núna má mar ekki lengur hlusta á Bylgjuna eða aðrar útvarpsstöðvar. Neibb. Nú er sko 10-11 komið með eitthvað fjandans netútvarp og svo á 5 mínútna fresti eða svo glymja svo auglýsingar um það hvað einhver helv.... kelling grenjaði yfir því fyrir 50 árum að verða mjólkurlaus um miðja nótt. Æjæjæjæjæjæjæjæj..... Fock hvað þetta er leiðinlegt. Sagði nú samt við Eggert að ég ætlaði að hlusta á Bítið hvað sem kveinaði. Nú þeir reka mig þá bara fyrir að hlusta á Bylgjuna. Fock, fock og fock. Já já, ég veit, en ég þoli ekki þessar helv... auglýsingar every 5 minutes. Og svo stóru fréttirnar. Ég er búin að skrá mig í skólann. Loksins. Og nú verður ekki aftur snúið. Taka þetta með trukki og fá gæða jobb um áramótin. Það er allavega draumurinn. Sódóma, a a a a a a. Sódóma, a a a a. Sonurinn var að keppa við Víking í kvöld og brilleraði þessi elska. Leiknum lauk með sigri KR 9-2. Og prinsinn minn skoraði 5 mörk. Húrra fyrir honum. Ekki að honum að spyrja. Gamli sagði að eitt markanna hans hefði verið svo flott að hann þ.e. sá gamli hefið bara fengið tár í augun. Ekki að ég sjái neinn mun á fallegu marki eða ljótu marki. Hef bara ekkert vit á þessu. Ég var náttla á kóræfingu svo mín missti af þessu. Ekki það að ég sé neitt rosa dúleg að mæta á þessa atburði. Hmmm. Ætti kanski að taka mig til í andlitinu og gera meir af því. Sjáum til í sumar. Og aðeins að pólitík. En tek það sterklega fram að ég er algjörlega ópólitísk. En þetta með Eyþór Arnalds. Hef svona aðeins verið að velta því fyrir mér að ef hann væri ekki í framboði, hefði hann þá samt farið í áfengismeðferð. Nei ég bara spyr. Er hann ekki bara að smyrja soldið vel á brauðið. Bara pæling. En nú er nóg komið af bulli og engu.
Yfir og út krúsarknús.....................

Engin ummæli: