Sátum hér í kvöld, ég og Lonni og hlustuðum á jóladiskana með Gospelsystrum í bland við Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakór Reykjavíkur. Mín er öll að detta í jólafílinginn, alveg að koma nóvember og ekki seinna að vænna en að draga upp jólalögin. Get sko ekki beðið með að fara að æfa jóla carolið með kórunum. Jibbý. Ein voða biluð. hehehe....Tókum svo einn óþverra mæðgurnar og aldrei slíku vant, rúllaði ég Lonni minni upp. hehehe....Ekki leiðinlegt það. Biðum reyndar eftir Öddu sem hótaði að koma og taka okkur í gegn. En aldrei kom hún þessi elska. Hefur sjálfsagt sofnað á sínu græna. Enda engin venjuleg vinna á konuni. Við Systurnar fórum í dag að syngja á kosnigarskrifstofu Vilhjálms og var það bara hið besta mál. Og að sjálfsögðu var annar alt með bestu mætinguna eins og alltaf. Ekki að spyrja að því. Nú svo á eftir skutluðumst við Rannveig í Domus Vox þar sem haldnir voru nemendatónleikar. Duglegar stelpu þar. Dáist að þeim að þora þessu. Held það myndi bara líða yfir mig ég ætti að syngja svona einsöng. Hjúkk mar. Enn að leita mér að vinnu. Þessi er ekki alveg að gera sig fyrir mig. Bakið bara versnar ef eitthvað er. Langar stundum bara hreint og beint að skæla. Uhuuuu.... Saumaklúbbur í gær hjá Olgu og að venju mikið hlegið. En mín gerðist voða dúleg og lærði að hekla. Hef bara aldrei getað lært það. Þannig að í gærkveldi lærið ég Túnis hekl. Eða Olga segir að það heiti það, en Anna segir að þetta heiti Rússa hekl. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Hjá mér heitir þetta bara HEKL.... Hústónleikar hjá okkur Systrum á þriðjudaginn í Domus Vox klukkan átta, og hvet ég alla til að mæta. Hress og skemmtileg lög. Kostar þúsund kall inn og boðið upp á kaffi og konfekt í hléinu. Koma svo, drífa sig. Þið sjáið sko ekki eftir þvi. En núna er klukkan orðin miklu meira en átta og löngu komin sveftími á mig svo ég kveð að sinni.
Yfir og út krúsarknús........
sunnudagur, október 30, 2005
sunnudagur, október 23, 2005
Enn eitt klukkið
Verð nú að svara því, þar sem Guðrún var svo snögg að svara mínu. Here it come´s
1. hvað ertu með í vösunum? Ekkert
2. hvað gerðirðu í gærkvöldi klukkan 1? Svaf á mínu græna
3. á hvaða skemmtistað djammaðirðu síðast? Skógum
4. hvaða celeb myndirðu sofa hjá? Bruce Willis ekki spurning
5. hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Einu sinni ætlaði ég að verða flugfreyja en núna ætla ég bara að verða stór
Svo mörg voru þau orð. Ætli ég klukki ekki bara Sillu, Þuru og Lóu. En annars allt gott af frúnni að frétta. Róleg helgi að baki og mín bara farin að sofa frekar snemma, svona miðað við helgi. Og ekki nóg með það heldur vaknaði hún líka klukkan 9 bæði í gær og í dag. Verð nú að segja að ég hefi af þessu þó nokkrar áhyggjur. Skili ég núna vera að verða gömul. Þið vitið. Gamla fólkið getur ekki sofið á morgnana. Öðruvísi mér áður brá. Úff, fékk bara sjokk þegar ég leit á klukkuna. Er núna að bíða eftir að þurrkaradýrið klári að þurrka þvottinn svo ég komist í bælið. Þarf að vakna 5,45 í fyrramálið. Drengurinn að byrja á námskeiði í Fífunni hjá fótbolta Akademiunni. Þrisvar í viku og í 5 vikur. Verð orðin ömurlega sybbin þegar þessu líkur. Náttla alveg óheyrilegur tími til fótboltaiðkana. Æfingin byrjar hálf sjö og er til hálf átta. Og þá er bara að bruna af stað og keyra hann í skólann og mig í vinnuna. Hjúkk mar. Það sem maður ekki leggur á sig fyrir þessi blessuð börn sín. Ég segi nú ekki meir. Svo er það blessaður kvennafrídagurinn á morgun. Báðir kórarnir mínir að syngja í bænum og spurning hvort ég nái Léttunum. Gospelinn er á undan. Eigum að hittast við Hallgrímskirkju á milli 2 og hálf þrjú. Og labba svo niður í bæ. Og að sjálfsögðu mæti konan. Þegar ég talaði um þetta við Eggert þá sagðist hann hafa gert ráð fyrir þessu og að konan sín hefði skipað honum að gefa mér frí. Áfram konan hans Eggerts....hehehe....Dæturnar komu hér báðar í dag og lille man með. Lonni mín orðin ansi bústin og sæt. Og heldur betur farið að styttast í að krílið líti dagsinns ljós. Bara mánuður eða svo. Nenni ekki meir
Yfir og út krúsarknús
1. hvað ertu með í vösunum? Ekkert
2. hvað gerðirðu í gærkvöldi klukkan 1? Svaf á mínu græna
3. á hvaða skemmtistað djammaðirðu síðast? Skógum
4. hvaða celeb myndirðu sofa hjá? Bruce Willis ekki spurning
5. hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Einu sinni ætlaði ég að verða flugfreyja en núna ætla ég bara að verða stór
Svo mörg voru þau orð. Ætli ég klukki ekki bara Sillu, Þuru og Lóu. En annars allt gott af frúnni að frétta. Róleg helgi að baki og mín bara farin að sofa frekar snemma, svona miðað við helgi. Og ekki nóg með það heldur vaknaði hún líka klukkan 9 bæði í gær og í dag. Verð nú að segja að ég hefi af þessu þó nokkrar áhyggjur. Skili ég núna vera að verða gömul. Þið vitið. Gamla fólkið getur ekki sofið á morgnana. Öðruvísi mér áður brá. Úff, fékk bara sjokk þegar ég leit á klukkuna. Er núna að bíða eftir að þurrkaradýrið klári að þurrka þvottinn svo ég komist í bælið. Þarf að vakna 5,45 í fyrramálið. Drengurinn að byrja á námskeiði í Fífunni hjá fótbolta Akademiunni. Þrisvar í viku og í 5 vikur. Verð orðin ömurlega sybbin þegar þessu líkur. Náttla alveg óheyrilegur tími til fótboltaiðkana. Æfingin byrjar hálf sjö og er til hálf átta. Og þá er bara að bruna af stað og keyra hann í skólann og mig í vinnuna. Hjúkk mar. Það sem maður ekki leggur á sig fyrir þessi blessuð börn sín. Ég segi nú ekki meir. Svo er það blessaður kvennafrídagurinn á morgun. Báðir kórarnir mínir að syngja í bænum og spurning hvort ég nái Léttunum. Gospelinn er á undan. Eigum að hittast við Hallgrímskirkju á milli 2 og hálf þrjú. Og labba svo niður í bæ. Og að sjálfsögðu mæti konan. Þegar ég talaði um þetta við Eggert þá sagðist hann hafa gert ráð fyrir þessu og að konan sín hefði skipað honum að gefa mér frí. Áfram konan hans Eggerts....hehehe....Dæturnar komu hér báðar í dag og lille man með. Lonni mín orðin ansi bústin og sæt. Og heldur betur farið að styttast í að krílið líti dagsinns ljós. Bara mánuður eða svo. Nenni ekki meir
Yfir og út krúsarknús
þriðjudagur, október 18, 2005
sussu uss uss
Meiri endemis letin í frúnni. Skrifar hér orðið bara 1 sinni í viku eða svo. Gengur náttla ekki. Ýmislegt svosem á daga mína drifið og skemmst frá því að segja að æfingabúðir Léttanna var síðustu helgi. Skemmtilegir dagar þó svo að syfjan hafi verið mig lifandi að drepa, á laugardeginum. Aðal æfingardeginum. Sat og geyspaði mest allann daginn. Og ég var sko ekki ein um það. Kanski hefur verið einhver andi í blessuðu félagsheimilinu eða þá að veðrið hafi farið svona í mann. Rigning og meiri rigning. Og náttla rok með. Ekki að spyrja að því. Skemmtikvöld á laugardagskvöldinu og rosa gaman. Fínn matur og góð aðstaða að öllu leyti. Það var þreytt kona sem kom heim á sunnudeginum. Enda var hún fljót að koma sér í náttfötin og kúra hjá Lata strák. Enda heldur hann vel utan um mann. Kóræfingar í kvöld. Mætti á Gospelin en var gjörsamlega búin í bakinu eftir þá æfingu svo að ég dreif mig bara heim og skrópaði hjá Léttum. Skamm, skamm. En þessi vinna mín er gjörsamlega að rústa bakinu á mér. Þessar endalausu stöðuður við kassann eru sko ekki af hinu góða. Það er alveg klárt. Enda er ég enn að leita mér að vinnu. Sótti um eina í dag. Umsóknarfresturinn rennur út á fimmtudaginn svo vonandi heyri ég eitthvað í næstu viku. Litli gullmolinn hennar ömmu sinnar er með skrítinn sjúkdóm. Lilja og Baldur fóru með hann til læknis í dag. Hann var með útbrot og slappur greyið. Hann er sem sagt með hand, foot and mouth disease. Svo mörg voru þau orð. Hef bara aldrei heyrt um þetta talað áður. En þetta er bráðsmitandi fjandi og þau eiga að hafa hann heima í viku. Litla skinnið. Jæja nú tókst mér að skella inn mynd, svo kanski ég reyni aftur við myndina af okkur stöllum á leið á árshátið. Gugga, Dagný og ég. Erum við ekki sætar ?? Nú svo er einhver and....... að gerast í mínum hálsi. Fæ hrikalega verki aftan í hálsi og sérstaklega þegar brjálað er að gera. 30 til 40 unglingar í búðinni að kaupa snúð og kók og fullorðnir inn á milli. Röðin nær inn alla búðina, þá kemur svona nett stress í mann, og ég finn að ég stífan öll upp. Og það er eins og blóðflæðið stíflist upp í haus og ég fæ svona nettan svimafíling. Er ekki að fíla það. Ætla að fara til doktore og heimta myndatöku á hálsi. Kvartaði undan þessu við doktorenn fyrir nokkrum árum síðan og sendi hann mig í sjúkraþjálfun. Sem gerði náttla ekki neitt fyrir mig. Svo nú vil ég myndatökur. En nú er sko komin tími á ból elskurnar mínar.
Yfir og út krúsarknús.................
Yfir og út krúsarknús.................
þriðjudagur, október 11, 2005
Jæja loksins kemst ég hér inn.
Hef verið í vandræðum með að komast hér inn á bloggið mitt. Búin að sitja og bíða, og bíða, og bíða og bíða. Og svo beið ég og beið og beið og beið og beið. Þangað til ég nennti ekki að bíða lengur og ákvað að hvíla þetta aðeins. Veit ekki hvað orsakaði þessa bið dauðans. En í kvöld var ekkert mál að komast hér inn. Well, well. Mín er byrjuð í nýju vinnunni. Og mikið óskaplega er vinnutíminn góður. En ég held að ég sé samt enn að leita mér að vinnu. Held að ég endist ekki lengi þarna. þAÐ VAR MIIIIIIKKKKKLLLLUUUUU SKEMMTILEGRA Í GÖMLU VINNUNNI MINNI. I miss you gæs....... soooooooo much................ huhuhuhuhu.... Þvílíkur væljukjói sem ég er orðin. Ekki nokkur sjéns að gera mér til geðs. Svo neikvæð. Eða þannig. En svona er þetta bara. Fórum skötuhjúin á árshátíð Strætó bs á laugardagskvöldið og skemmtum okkur konunglega. Í forrétt var boðið upp á humar og hörpuskel. Humarinn fínn en þessi hörpuskel var sko ekki hörpuskel frekar en ég. Smakkaðist alveg eins og fiskibúðingur úr dós. Ulla bjakk. Spít og spít. Borðaði það sko ekki. Að bera svona fyrir fólk finnst mér bara dónaskapur. Í fordrykk var boðið upp á "Sex on the bech" og það var sko líka svindl. Sýnishorn af vodka í Trópí. Nei ég læt sko ekki ljúga mig svona fulla. Enda útlærð í Sex on the bech..... Pantaði mér sko bara alvöru á barnum og hann var sko allt öðruvísi. Nammi namm. Drakk sko 3 ef ekki 4. Nú svo í staðin fyrir að druslast heim í bólið eftir hátíðina þá náttla fórum við heim til Dóra og Dagnýjar og komum ekki heim fyrr en að verða sex. Og þar með var sunnudagurinn ÓNÝTUR. Er sko alltaf að sjá það betur og betur að ég er ekki 2o lengur. Gerði þetta sko með stæl hér á árum áður. Úff hvað ég var þreytt á sunnudaginn. Enda gerði ég ekkert annað en að liggja í Lata strák og glápa á imbann. Er annars að vinna á Select annað kvöld fyrir Jónuna sem ætlar að skreppa með elskhuganum til Spánar. Er frá hálf átta til hálf tólf, svo það er viðbúið að frúin verði frekar framlág á fimmtudaginn. Æfingabúðir með Léttsveitinni um helgina svo nóg er að gera. Mér leiðist allavega ekki. Verst hvað heimilið situr á hakanum þessa dagana. Held að ég verði að fá mér húshjálp. Með þessu áframhaldi verðum við að fara að troða marvaðann svo við höldum okkur á floti hér í draslinu. Er að reyna að setja hér inn mynd af Guggu, Dagnýju og mér, sem tekin var hér heima áður en við fórum á árshátíðina, en gengur eitthvað illa. Allavega get ég ekki séð hana. Er búin að reyna 2svar svo kanski kemur hún 2svar. Þið afsakið það bara. Ef hún kemur ekki reyni ég kanski bara seinna. Fyrstu einkenni þess að litli strákurinn hennar mömmu sinnar sé að verða unglingur eru að koma í ljós. Nú vill hann ekki lengur fara með bænirnar fyrir svefninn. Segist bara gera það stundum í huganum. Mér finnst soldið skrítið að vera hætt að lesa bænir með honum. Hann tók þetta bara upp eitt kvöldi sí svona. En hann vill samt láta lesa fyrir sig ennþá, svo það er gert. Enda ekkert nema gott að lesa fyrir börnin. Þarf samt að fara að endurnýja bóka kostinn. Orðin frekar leið á að lesa Norsk ævintýri og sona. Er að lesa sumar bækurnar í 3ja og 4 skipti. Pantaði nýja bók hjá Eddu miðlun eftir Sigrúnu Eldjárn en verð að bíða eftir henni til mánaðarmóta. Kemur ekki úr prentun fyrr. Heiðdís kórsystir sem þar vinnur tjáði mér í kvöld að þetta væri 3ja bókin í röðinni svo hún ætlar þessi elska að kaupa fyrir mig hinar tvær og koma með þær á æfingu næsta þriðjudag. Það er að segja ef hún man eftir því. Spurning hvort ég reyni ekki að MUNA eftir að hringja í hana á þriðjudaginn og minna hana á það. hehehehe. Sumir eru gleymanari en aðrir. En nóg komið af bulli býð ykkur góðrar nætur.
Yfir og út krúsarknús.....
Yfir og út krúsarknús.....
laugardagur, október 01, 2005
Hálf fullt glas
eða hálf tómt glas. Það er spurningin. Hauksi og Siggi svo gjörsamlega búnir að taka mig í gegn í vinnunni að ég þorði orðið varla að opna munninn. Sama hvað ég sagði, þá heyrðist í öðrum hvorum þeirra. Já,já hálf tómt glasið hjá þér núna. Og ég sem tel mig vera svooooooooo jákvæða manneskju. Kanski mar ætti að fara að skoða hug sinn. Allavega nú ætla ég að hafa hálf fullt glas. hehehe.... Á bara eina vakt eftir á minni elskulegu Select stöð, byrja á þriðjudaginn á nýja staðnum. Kvíði smá fyrir en þetta verður vonandi bara fínt. Allt öðruvísi vinna og sona. Og vinnutíminn algjört nammi. Er svo að spá í að taka kvöldstubb annað hvert föstudagskvöld á Bústaðaveginum svo ég þurfi ekki að klippa naflastrenginn alveg í sundur. Þá er vaktin frá hálf sjö til hálf tólf. Ekki svo slæmt það. Og þá fær mar að hitta gengið í leiðinni. Jamm er bara að spá í það. Gengur náttla ekki að missa algjörlega tengslin við beikon pylsurnar. Svo ég tali nú ekki um kartöflusalatið. Neibb, dont think so.... Heyrði í Diddu minni besta skinn í gær. Og nú er hún að spá í að flytja aftur. Er ekki alveg að fíla sig þarna. Ætlar að færa sig aðeins nær bænum. Vona bara að þau finni sig þar. Þau eru bara elskuleg bæði tvö.. Ætla að skreppa á morgun og skoða íbúð í vesturbænum, tek mömmu með. Spúsinn neitar að koma með mér. Finnst alveg drepleiðinlegt að standa í þessu. En ef mér líst vel á þá ætlar hann að koma með mér aðra ferð. Svo nú er bara að bíða og sjá. Allavega kæmi þetta sér rosa vel. Í næstu götu við nýja vinnustaðinn minn. Svo þá gæti mín bara labbað í vinnuna. Og snúllinn hennar mömmu sinnar hjólað út í KR. Hljómar vel, er það ekki. Jóna Hlín, Guðrún og Sillan búnar að svara klukkinu mínu. Er bara ánægð með stelpurnar mínar. Svo nú bíð ég bara eftir hinum. Koma so...
En nú ætlar mín að skríða í bælið og sofna út frá sinfoníunni sem þar hljómar. Hrot hrot.
Yfir og út krúsarknús.
En nú ætlar mín að skríða í bælið og sofna út frá sinfoníunni sem þar hljómar. Hrot hrot.
Yfir og út krúsarknús.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)