sunnudagur, október 19, 2008

The winner take's it all.

.
Eða þannig sko. Fór á Óþverramótið fína í dag. Og hvað haldiði. Frúin vann. Var með hæsta skor. Fékk medalíu og alles. Ásdís fékk gulllið, vann flest spil, ég sifrið með hæsta skorið og Tania, æjæjæ hún fékk skammarverðlaunin. Bronsið....


Ó, ég er svo montin. Og þarna er frúin með nýju fínu brillurnar. Lonni var ekki par ánægð með móður sína þar sem aðeins tuttugu stig skildu okkur að. Hún vildi líka fá medalíu. Jebbs. Gaman að þessu. Svo er ég bara búin að vera að tjilla hér í kvöld. Ein í kotinu með voffana. Skrapp í smá göngu um hálf ellefu með þær. Svaka dugleg. Horfði svo á Singing bee í endusýningu. Og oh my lord. Mikið rosalega sem þær fara í nervurnar á mér þessar dansandi býflugur. Alveg á mörkunum að ég geti horft á þetta. Fyrir nú utna það hvað það getur verið þreytandi að heyra sama erindið endurtekið allt upp í sex sinnum. Komið sæl og blessuð. Stóð sig samt vel snótin í kvöld. Fór heim með hálfa millu. Ekki lélegt það. Og svo hef ég líka tekið eftir því að söngvararnir í hljómsveitinni fara stundum rangt með texta. Algjört lágmark að þau fari rétt með þar sem þetta er keppni um að kunna textana. Ekki meir að sinni ætla að fara og kúra í sænginni minni.

Adios amigos

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh hva brillurnar eru æðislegar & ferlega flott mynd af þér fru Gunnhildur ;o) Alltaf sagt það mamma gella ...
Þessar býflugur sem þú minnist á, vááá eins & talað út úr minu hjarta. Uuuurg, er etta ekki SÖNG-þáttur, ég sagði við mig, bíddu I wasent order any strip show here !! Eða allt að því ... kannski flott annarsstaðar. Lov ya xxx LiljanLitla

Nafnlaus sagði...

hey kom ekki kommentið mitt hér eða áttu eftir að samþykkja ? Vill jú plís let mí nó .... looovs