laugardagur, október 18, 2008

Útsvar

Je babe. Frúin var í útsvari og sonurinn og eldri dóttirin líka. Miðjan var eitthvað upptekin og nennti ekki með í kvöld. Við voru að sjálfsögðu á fremsta bekk og frekar mikið í mynd. Eða þannig sko. Stigataflan alltaf eitthvað að þvælast fyrir neðri hluta míns yndisfagra andlits. Ég skartaði fína flotta lopa vestinu sem Guðný sæta prjónaði og gaf mér. Annars bara bissí vika eins og endra nær. Það er nú meira hvað alltaf er mikið stúss á mér. Aldrei stundarfriður. Var heima á mánudagskvöldið, vinna á þriðjudagskvöldið, kóræfing á miðvikudagskvöldið, saumó í gærkvöldi og útsvarið í kvöld. Óþverrmót á morgun. Hundamyndatakan á sunnudaginn og svo er bara komin focking mánudagur aftur og helgarfríið fór fyrir lítið eins og svo margar aðrar helgar. Hvernær skyldi ég eiga helgi þar sem ég þarf ekki að klæða mig. Bara tjilla á náttbrókunum, sitja í Lata strák og slökkva á heilanum. I ask. Hringdi í Silluna mína í dag og dobblaði hana út í matartímanum. Kom við á leiðinni til hennar í Te og kaffi og kippti tveimur dobble latte með mér. Fórum svo á Múlakaffi og snæddum. Skutlaði henni svo aftur í vinnu og dreif mig í mína. Og þar voru bara fluttnigar og læti í gangi. Sat frekar lítið við borðið í dag. Bara fínt. Vorum að breyta og koma okkur öllum fyrir inn í sama rýminu. Allt annað líf. Algjörlega glatað að hafa Sólborgu eina í hinu rýminu sem er vibba stórt og kalt. Fór í gleraugnaleiðangur í síðustu viku. Gleraugun mín voru alveg hætt að gera sig fyrir mig. Skutlaðist til augndoksa, fékk resept og svo í sjónbúðina góðu. 30% afsláttur af margskiptum glerjum akkúrat daginn sem ég kom. Mín fékk náttla nett fitt og ákvað að tæma bankabókina góðu og pantaði sér bara sólgleraugu líka. Jú nó, svona með sjónglerjum. Og þá er ég ekki að tala um svona sem dökkna í sól. O nei. Bara alvöru. Sæææælllll....Svo var hringt í mig í gær og gaurarnir klárir. Skunda í sjónbúðina góðu eftir vinnu og sjokk dauðans. Sólgleraugun voru með venjulegum glerjum. Fékk nú samt að fara heim með þau á nefinu þar sem ég þurfti að skilja mín gömlu eftir til að láta setja glerin í. Og þar með sprakk fjandans blaðran. Langar að eiga þau líka. Fór aftur í dag eftir vinnu og valdi mér aðra umgjörð til að setja sólglerin í. Köttaði góða díl við díelerinn og eftir viku á ég þrenn ný gleraugu á verði tveggja. Jessss.. I'm so happy, I'm so happy....Já dúllurnar mínar allt að gerast. Verð svo defenatly að drífa mig með Spánardrósinni ógurlegu og besöga Kle-ið.




Hér erum við Spánardósin í góðum fíl með Freddy Mercury. Þurfum að hitta þennan fíl aftur, ekki spurning. Og aftur að Kle-inu. Hann er sko búin að kaupa slott og mar verður náttla að kíkja á dæmið. Fá gott kaffi og kannski Grand. Enda ekki titlaður Herra Grand fyrir ekki neitt. Kannski ég fái Grand í Te. Já þið heyrðuð rétt. Fer ekkert frekar út þá sálma hér. Gæti sært Grand frumur annarra Grand drykkjumanna. hehehehehe.... Og nú held ég að nóg sé komið af bulli hér. Nenni ekki að tjá mig um ástand þjóðar vorar. Held ég flytji bara af klakanum eða eitthvað. Kanada hljómar vel í eyru mín um þessar mundi. Kannski ég tali bara við Mars frænda í Halifax. Fýla þá borg í ræmur.
Adios 'skurnar talk to ya later....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh þið eruð svo gorgeus þarna, hey var þessi fíll nokkuð bleikur ? Ég fíla nebbla fíla & skal alveg taka lagið með þér við færi.. beila ekki á solliðis ;o) En mikið erum við eins min mor, nenni ekki þessu þjóðfélgasbulli & flyt burt með þér.
Kanada ?? veit ða ekki never been there. Til hamingju með brillurnar þínar & hinar líka sem skiluðu sér vitlaust :)
Loooovs