Já það er víst óhætt að segja það. Allt á bullandi floti. Og rokið maður minn. Hélt að bíllinn færi út af í eitt skiptið. Mín var nú samt djörf og dreif sig í saumaklúbb. Og það alla leið upp í Ásakór. Hallelujah. Leist nú ekkert á þetta á tímabili. Hefði þurft á köflum að hafa sundfit á bílnum. En allt fór þetta vel. Villtist nú samt aðeins á leiðinni. Fór til hægri út af röngu hringtorgi. Og lenti einhversstaðar út í móa. Hringdi með ofboði í klúbbhaldarann og bað um leiðsögu. Hef nebbla aldrei komið til hennar áður þarna uppi í rassgati. Hún er sko nýflutt. Hrikalega skemmtilegt kvöld. Hef bara ekki hlegið eins mikið í mjög langan tíma. Ákvað svo að fara hina leiðina heim þ.e. í gegnum Breiðholtið og elta Kollu sem var með Hrönn og Önnu í bílnum. Ég kom í gegnum Kópavoginn þegar ég kom. En kommon. Haldiði ekki að Kolla villist og keyrir í gegnum hvert hringtorgið á eftir öðru. Og stundum heilan hring. Fram og til baka. Ég sat eins og geðsjúklingur í mínum bíl og grenjaði úr hlátri. Það endaði með því að við fórum í gegnum Kópavoginn. Hún gat engan vegið fundið út úr því, hvaða leið hún hafði komið. En Sæællll. Eigum við að ræða þetta eitthvað nánar. Það er hringtorgin. Ég held að Kópvæglingar hljóti að vera orðnir hringavitlausir. Fór í ræktina í dag. Þrammaði og hljóp til skiptis á brettinu rétt tæpa 3 kílómetra. Svo dúleg. Svo í tækin 11 sem taka á öllum vöðunum. Konan er með svo feitar harðsperrur í handleggjum að það hálfa væri hestur. Get með herkjum rétt úr handleggjunum. Ætla svo á morgun aftur ef ég verð velvakandi og í stuði klukkan 1. Olga að dobla mig. Konan er búin með pilsið sem hún var að prjóna. Á bara eftir að ganga frá endum og setja teygju í mittið. Hibbhibbhúrrey. Svo er það bara peysan við pilsið næst á dagskrá. Svo er ég búin að lofa Libbidý að prjóna eitthvað á hana. Hún þarf bara að fara í gegnum blöðin mín og velja sér eitthvað. Skil bara ekkert í því hvað ég hef verið löt í mörg ár að prjóna. Eins og þetta er skemmtilegt. Er samt sammála Sillunni minni að það er ömurlega leiðinlegt að ganga frá endum. Síðast þegar ég prjónaði svona eitthvað að ráði þá var það skírnarkjóll fyrir skírn Mikaels Orra gullmolans míns. Sem hann var að sjálfsögðu dreyptur vatni í. Og líka hún Þórunn Emilía hinn gullmolinn minn. Jebb. Það var víst ákveðið að þetta yrði svona fjölskylduskírnarkjóll. Eina sem er að bögga mig í þeim efnum er að mig langar svo að merkja hann með nöfnum og skírnardegi þeirra barna sem skírð eru í honum. Veit ekki hvernig maður gerir það í prjónaðan kjól. Hef séð það í efniskjól og það var algjört æði. En þar var það bara saumað í, í saumavél sem gerir svona flott. Halló. Ég á ekki einu sinni saumavél.
Enda svo sem ekkert skrítið. Ég og saumavélar erum ekki vinkonur. Hef nú tekið í nokkrar og það skrítna er að þær fara svo hans í koti hratt. Sama hvað ég lyfi fætinum. hehehe.... Núh, svo er uppskeruhátíð hjá Miranda's annað kvöld. Ekki veit ég hvar ég væri ef ég hefði ekki kynnst Miranda's. Hef klárlega yngst um 15 ár eftir að ég fór að nota þessar vörur. Og Stína mín stuð. Halló, það mætti halda að hún hefði farið í andlitslyftingu. Það er bara fáránlegt að horfa á feysið á konunni. Hefði sko aldrei trúað þessu nema af því að ég sé það. Fór í bað eftir ræktina i dag hér heima og henti smá baðsalti frá Miranda's út í vatnið og lagðist svo til hvílu. Þvílík slökun. Maður hreinlega finnur hvernig þreytan líður úr kroppnum. Bar svo á mig Lyfting kremið og augnkremið eftir baðið og bara vaknaði. Mmmmmm, svo gott. Tannkremið er sko annar pakki. Hef ekki verið með eins hreinar tennur, bara aldrei eins og eftir að ég fór að nota það. Það eru nokkrar sem kaupa það alltaf vegna þess að það er það eina sem kemur í veg fyrir bólgur og annað vesen í munni þeirra. Eigum við eitthvað að ræða fótakremið, vöðvagelið, púðrið sem by the way ég fer ekki út úr húsi án. Seinna vinkona.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli