mánudagur, júlí 14, 2008

2 Ferbrúar 2008

eitthvað út úr þessu hér. Gengu hægt. Annars lítið að frétta. Var að vinna á Select í gærkvöldi og það var bara eins og ég hefði aldrei farið. Mikið fannst mér gott að koma aftur. Greinilegt að ég sakna þeirra. En því er nú ver að þar er ekki hægt að fá dagvinnu. Nenni engan veginn að fara í vaktavinnu aftur. Ætla bara að vera á svona útkallslista og taka vaktir þegar ég get og nenni. Við Örn erum að fara að byrja í ræktinni núna á eftir. Sæki hann klukkan 4 í vinnuna og svo bara af stað. Nú er sko komið að því. Löngu orðið tímabært að fara og styrkja skrokkinn aðeins. Hangir allt sem getur hangið. En núna ætla ég að henda mér í þvottakörfuna og reyna að koma skikki á þvottinn. Afmælisveisla hjá dóttlunni á morgun. Þessari sem varð þrítug 29 janúar. Jamm. Þannig að ekki gerir maður mikið á morgun. Er svo að fara að hitta mann í sambandi við vinnu eftir helgina. Það er þessi sem labbaði upp að mér í vinnunni og bauð mér vinnu.

Söngfuglinn kveður með sól í hjarta. Tongue

Engin ummæli: