mánudagur, júlí 14, 2008

6 feb.. Það er eitt sem er alveg að fara með mig

Hvernig í veröldinni get ég raða mínum eigin flokkum. Td. Mínir vinir efst Star 9 og moggavinir næst. Hefði haldið að það ætti að gera það í "síðueiningum" en ég get ekki farið inn á þann flipa. Er sko ekki að fíla þetta. Kicking Dirt Annars var sprengidagur hér á þessu hjemme eins og öðrum íslenskum hjemmum. Étið yfir sig af saltara og fretsúpu.. Það held ég að verði fína loftið hér út vikuna. Það er nebblega til fullt af fretsúpu. Liggalá. Alltaf best daginn eftir. Slurp. ChefSvo er gormurinn minn hann Mikael Orri búin að vera hér síðan í gær. Hrikalega gott að kúra hjá kalli. Og þar sem það er öskudagur á morgun á hann að mæta í búning í leikskólann svo ég að sjálfsögðu skundaði í þá verslun sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla í og fjárfesti í sjóræningjabúningi handa prinsinum. Og hann er sko svo flottur í outfittinu. Spúsinn minn hugsaði það sama og kom heim með löggubúning. hehehehe.... Það er ástæða fyrir því að við höfum lafað saman í 32 ár. Halelúlja. Svo hrindi Lonni og spurði hvort ekki væri saltari í matinn og mætti hér með sitt slekti. Svo við skelltum börnunum í outfittin og hér eru þau. Bara algjörlega sætust í heimi. Enda á ég flottustu barnabörn ever.


Ekki spurning. Bara sæt. Svo er mar byrjaður í ræktinni fínu. Búin að fara einu sinni. Við erfðaprinsinn Örn Aron ætlum að taka þetta. Svo er bara að sjá hvort okkar fær flottari six pakk. Hehehe....Treadmill En nú er komin tími á ból bjarnar enn eina ferðina. Ætla að fara inn og knúsa litla manninn. Og ef einhver veit hvað ég er að tala um í sambandi við stillingar væru ábendingar vel þegnar.

Söngfuglinn kveður að sinni. Bench Press

Engin ummæli: