Þessum ræfli er skítkalt. Enda svo sem ekkert skrítið. Bara búið að taka teppið af henni sem hún hefur borið alla tíð. Svo nú varð frúin að bregðast við þessum vanda. Gengur náttla ekki að hundsskottið gangi hér um skjálfandi og titrandi. Svo frúin settist niður í gærkveldi og prjónaði eitt stykki peysu á ræfilinn. Og þetta er sko allt annað líf. Yoko er hætt að skjálfa.Svo fín og sæt. Er þaggi. Þannig að nú get ég haldið áfram að prjóna mína peysu. Snerti hana ekki í gær sökum anna við hundaprjóns. Svo er Þórunn Emilía að lúlla hjá ömmsunni sinni í nótt. Bara yndislegt að hafa hana. Foreldrarnir í þrítugsafmæli. Skils á Lonni að Sveina hafi boðið í erfidrykkju. Henni finnst hún alveg komin á grafarbakkann. Sendi Lonni samúðarkort þegar hún varð þrítug. How little she know's. Hún á sko alveg eftir að fatta hvað það er gaman að verða fertug. Besti aldur ever. Að mínu mati. Fór í ræktina í gær og aftur í dag. Svo dúleg. Er samt nett pirruð á þessu augnskannadæmi þarna í Laugum. Það bara virkar ekki á mín augu. Þarf alltaf að fara í afgreiðsluna og láta merkja við mætinguna. Sko vegna þess að vinnan borgar, svo framarlega sem ég mæti í ákveðin mörg skipti á mánuði. Svo það verður að passa að láta merkja í kladdann. Annars þarf ég að borga og ég nenni því sko ekki. Örn Aron er með mér í þessu og sér til þess að gamla skassið nenni að mæta. Enda er augnskannadæmið þarna í Laugum alveg með hann á hreinu. Opnar bara og versogú. Arg..... Afrekaði loksins í kvöld að ganga frá húshaldsmöppudýrinu fyrir 2007 í kvöld og standsetja nýja fyrir 2008. Finnst þetta frekar leiðinlegt verk. Og það sérstaklega þegar ég trassa að setja í möppudýrið mánaðarlega. Eins og núna. Hef ekki sett í hana síðan í september. Ég veit. Trassi dauðans. Keypti mér líka möppur undir allar kórnóturnar mínar. Hefur staðið til í nokkur ár að raða nótunum í stafrófsröð. En hryllir við tilhugsuninni. Er með 4 sneisafullar möppur inn í skáp sem þarf að sortera. Það er algjörlega hevy mál að fara og finna þetta og þetta lag og mæta með á æfingu. Blaða í gegnum allar möppurnar. Eina sorteringin sem á sér stað í dag er að jólalögin eru í sérmöppu. Þannig að þetta verður allt annað líf þegar þessu verki er lokið. Ekkert mál að finna þegar þetta er í stafrófsröð. Hver býður sig fram að koma og aðstoða. Ég gef rosa gott kaffi með því. Comon. Einhver. Hjálp.......
Hér komst skottan í kakómaltdallinn og faldi sig með hann. Borðaði vel upp úr honum og gaf Yoko samviskulega með sér. Á svona mynd af Lonni einhversstaðar. Þyrfti að gramsa í albúmum og finna hana. Ekki vorum við neitt voða kát með snótina. Enda sést svipurinn á henni. Vissi upp á sig skömmina. En nú er löngu komið nóg af bulli. Ætla að fara inn og hlusta á barnið sofa.