þriðjudagur, júní 28, 2005

Jæja, eitthvað er fólk

farið að kvarta undan bloggleysi stúlkunnar. Kannski komin tími til að bæta úr því. Erfiðir dagar að baki, svo ég hef bara ekki verið í stuði til að tjá mig hér. Elskuleg föðursystir mín lést á sunnudaginn fyrir viku og var hún jarðsungin í dag. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Ekki nema fimm árum eldri en ég, svo það má segja að við höfum alist upp saman. En svona er lífið. Engin veit sína ævina fyrr en öll er. Svo það er eins gott að lifa lífinu til fulls. Og njóta þess sem það gefur. Blessuð sé minning hennar.

En þá að öðru. Nú er þessum vinnudögum dauðanns lokið, og hlakka ég sko bara til að mæta aftur til vinnu og hafa engar áhyggjur af einu né neinu. þetta var samt mjög gaman og lærdómsríkt og er ég alveg til í að gera þetta aftur. Vona bara að ef til þess kemur að breytingar á búðinni verði þá allar yfirstaðnar. Svo er Esso mótið að byrja núna á miðvikudaginn, svo við brunum norður seinnipartinn á morgun. Mikið gaman og mikið fjör þar. Vona bara að strákunum okkar gangi jafnvel og í fyrra. Búin að þrífa hér allt út úr dyrum hér í kvöld. Þoli hreinlega ekki að koma heim eftir frí í allann skítinn. Svo það verður voða kósi að koma að öllu hreinu. Svo ætla ég að nýta mér M12 tilboðið sem er í gangi núna. Kaupa eitt hjól og fá annað frítt með. Gurrý hérna við hliðina ætlar að kaupa með mér. Svo við borgum þá bara fyrir hálf hjól. Jibbý. Ógó gott tilboð. Á reyndar eftir að skoða hjólin, fer í það í hádeginu á morgun. Adda mín komin frá Köben og var hún svo sæt í sér að hún keypti handa mér buxur sem smellpassa frúnni. Ekki leiðinlegt það. Alltaf gaman að fá pakka. Diddan mín besta skinn er búin að kaupa sér hús á Hvolsvelli svo nú stendur til að bruna þangað næsta sunnudag ásamt henni Rúnu minni. Jíses mar, var ég búin að segja ykkur frá því að þau væru komin. Yndislegt að hitta þau aftur, Egill komst reyndar ekki núna en kemur 14 eða 15 júli. Svo maður hefur enn eitthvað að hakka til. Stildan að flytja í Vogana um næstu helgi og er farin að plana innfluttnigspartý. Vorum svona að spá í að hún hefði bara sætaferðir fyrir gestina. hehee..... Þannig að það er nóg um að vera hjá mér og öllum í kringum mig. Gospelsystra útilegan 16 og 17 júli og mín búin að fá lánaða tjaldvagn, svo ekki ætti að væsa um okkur stöllur þá. Annað en í fyrra. Í tjaldi sem ónefn kisa var búin að merkja sér, og á vindsæng sem lak. En það var alltílæ fyrir suma, því að sumir voru þyngri en sumir og fluttu allt það loft sem eftir var yfir á helming sumra. hehehe... Skilji þetta sem skilji. En nú held ég að nóg sé komið af bulli í bili.
Laters...............

þriðjudagur, júní 14, 2005

Vinnudagur dauðans.

Já það er sko ekki ofsagt að þetta hafi verið vinnudagur dauðans. Mætti lið frá 10-11 með nýjar hillur og nýjar vörur. Öllu þessu gamla hent út og hið nýja sett inn. Frekar óskipulagt lið verð ég að segja. Svo sit ég uppi með margt af því sama inni á lager. Eldri dagsetningar og svona. Og svo má mín laga það á morgun og svona. Talaði við Rúnu mína áðan. Nú koma þau heim á laugardagskvöldið og djís hvað mig hlakkar til að hitta þau. Lagði það til við Rúnu að hún kæmi með mér í kórútileguna og leist henni bara ekkert illa á það. Hefur sko ekki farið í íslenska útilegu í mörg ár,. Svo ég segi nú bara að nú sé tími til kominn. Gætum rokkað feitt í Galtarlæk.
Annars ekki mikið títt hér. Adda mín í Danmörku með manninn, börnin og barnabörnin. Ekki alveg við bestu aðstæður. Bróðir hennar féll frá í gær og get ég rétt ímyndað mér hvað þau eiga erftitt þarna úti. Fengu hringingu þegar þau voru rétt komin. Hugur minn er hjá henni og hennar fólki. Vildi svo gjarnan getað tekið utan um hana núna og knúsað hana. Guð blessi þau og minningu Þrastar.
Kveð að sinni..............

laugardagur, júní 11, 2005

Ohhhhh ég er svo dúleg

Hafði það eftir þó nokkuð langa setu hér við tölvudýrið að setja inn nýtt commenta kerfi. Hitt sem ég var með var farið að heimta það að ég BORGAÐI fyrir sig. Og mín var sko ekki til í það. Nú er mar að borga baðherbergi og svona, og þá er mar ekkert að eyða í svona dót. Svo ég sótti þetta Haloscan sem Silla og fleiri eru með og kostar ekki neitt. Var búin að gera tilraun um daginn til að setja þetta inn en tókst ekki. En þeir segja sem þykjast vita það að þolinmæðin þrautina vinnur allar. Og ég held bara að ég sé sammála því. þetta tókst núna, svo nú er bara að vera dugleg að kommenta á kelluna. Verst að mar týnir öllum hinum kommentunum, en við því er ekkert að gera. Annars búin að vera annasöm vika. Tekur soldið meira á að halda svona utan um heila bensínstöð en ég hélt. Pantaði aðeins of mikið af einu en of lítið af öðru. En það er bara alltílæ. Þetta lærist. Hopefully......En djö..... er gott að vinna svona bara á daginn. Engin kvöld og helgar og engar nætur. Just fucking love it. Og nú vil ég svona vinnu. Og hana nú. Lenti í því í dag að taka stúlku í atvinnuviðtal ásamt starfsmannastjóranum og það var soldið skrítið að sitja svona hinum megin við borðið. En það venst sjálfsagt eins og annað. Baðherbegið alveg að gera sig hér á þessum bæ. Nú fer sonurinn í bað nánast á hverju kvöldi og það óbeðinn. Ég prufaði baðkarið í fyrsta skipti í gærkvöldi og setti þetta fína sem Ríkey mín gaf mér útí og djís hvað það var næs að liggja svona í baði og slaka. Hef ekki lagst í baðkar í rúmlega sex ár. Svo átti snúllinn minn afmæli í gær. Orðinn 12 sko. Það er nú ekkert lítið. En vesalings drengurinn talaði um það í tvo daga fyrir afmæli að nú þyrfti hann sko að vera með gsm-inn á sér á fimmtudaginn því að fólk myndi sko vera að hringja í hann allann daginn að óska honum til hamingju. Það mætti halda að hann ætti 30 kílóa síma sem hann þyrfti að burðast með undir handleggnum. Já það er mikið á suma lagt. Svo hafði ég lofað drengnum að bjóða honum í Bingó ef hann stæði sig vel í prófum og að sjálfsögðu gerði hann það. Svo við drifum okkur í kvöld með Öddu. Engan fengum við þó vinninginn. Alltaf sama sagan. Vinn aldrei neitt. Veiiiiii. Nú er bara um vika þangað til Rúna og co mæta á klakann. Hryllilega hlakka ég til að hitta þau og knúsa. Víiiiiiiiil....... Fékk mér heimasíðusvæði hjá Vodafone, það fylgir víst ADSL áskriftinni svo nú er bara að prufa að búa sér til síðu. En til þess að fá svona svæði varð ég að velja mér nýja e-mail adressu. Er að spá í hvort ég eigi ekki bara að skipta yfir og nota hana. Fékk asskoti góða. Og nú legg ég þetta í ykkar hendur. Á ég að skipta. Adressan mín í dag er
gunna746@mmedia.is en þessi nýja er gunnsan@internet.is. Hvað finnst ykkur. Er reyndar ekki búin að virkja þessa nýju, en endilega láta mig vita. Og nú er ég farin að sofa hjá hrotubrjótnum þarna inni
Laters..................

sunnudagur, júní 05, 2005

Samkvæmt tölulegum upplýsingum

hjá blogspot.com er þetta bloggfærsla númer 230 hjá mér. Og finnst mér það bara nokkuð gott. Í upphafi datt mér aldrei í hug að ég myndi endast við þessi skrif mín. En svona kemur lífið oss sífell á óvart. Þarf samt að fá hana Sillu til að aðstoða mig við þetta commentakerfi. Skilst á þessu commenti sem ég er með núna að ég þufi að borga til að hafa það áfram en svo get ég fengið mér Haloskan fyrir ekki neitt. Var að prufa að setja það inn en gekk frekar illa. Svo næsta skref er að fá hana Sillu tölvufrík til að hjálpa stelpunni. Gott að eiga góða að.. Hér er allt búið að vera á fullu. Búið að smíða þetta líka flotta baðherbergi hjá mér. Tel að ég eigi flottasta baðherbergi ever... Og hana nú. Er reyndar enn að bíða eftir píparanum, sem á eftir að hengja upp handklæða ofnin, tengja blöndunartækin við baðkarið og handlaugina. Og þá er þetta komið. Hann hlýtur að koma ekki seinna en á mánudag. Hope so....Mamma kom hér í gær eftir vinnu að þrífa með mér og vorum við að til klukkan að verða hálf fjögur. Og nú er hér allt spikk og span.. Þvílíkt hreint að það hálfa væri nóg. Fór í Besta að versla hreinlætisvörur og tæki verður ekki annað sagt en að gamla hafi orðið ástfangin og þá sérstaklega af Speedball-inu.. Held hún ætli strax eftir helgi og fá sér einn brúsa....Er núna nýkomin heim úr þessu fína alt partý hjá Sillu. Fengum ógislega góðann kjúlla og heita súkkulaði köku á eftir með rjóma. Nammi namm. Annars var nú á tímabili orðin spurning hvort þetta væri partý eða íþróttamót. Tókum að sjálfsögðu víkingaspilið góða, hoppuðum á trampolíni og svo eins og tvo babminton leiki. Ætli mar verði ekki með harðsperrur í fyrramálið. En ógislega gaman. Og nú er mig strax farið að hlakka til að hitta þessar fraukur í Galtalæk í sumar. Þvílíkt sem mar er heppin að vera í svona góðum félagsskap.. Get sko ekki hugsað mér lífið án þeirra.. Yfirgáfum nú samt svæðið án þess að kveðja gestgjafa vorn. Held að hún hafi sko bara laumað sér í bólið til Johnsins, án þess að kveðja kóng né prest.. Og nú held ég að ég geri slíkt hið sama en skríði í bólið til Diddanns.
Hrot,hrot,hrot
Laters...............