laugardagur, janúar 05, 2008

Well,well.well.

Þá er þessi vinnuvika á enda runnin. Mikið sem það er nú gott. Hrikalega erfitt að vakna aftur svona early eftir allt þetta frí. Er samt farin að spá í næsta jólafrí. Jamm veit það. Ég er biluð. Elska frí. Það er bara þetta helv.... át á þessum árstíma. Nú er ég dottin í eitthvað helv.... át og er þokkalega föst í þessu drasli. Er að vinna í hausnum á mér á fullu. Hausinn segir eitt og ÉG annað. Skrítið með þennan haus. Hver stjórnar. Ég eða hann. Hann greinilega þessa daganna. Mín sem var orðin svo stabíl fyrir jól. Bara verð að komast í gírinn aftur. Svo er ég í vondum málum. Elsku besta Ríkey mín er hætt að klippa. Bara eitthvað að leika sér í skóla og svona. Og nú er sko komin tími á klipp og lit og konan bara í tjóni. Hvað gera danir þá. Sææælll. Eigum við að ræða þetta eitthvað. Hvaða tegund af steik ert þú. Jóna spánardrós troddi mér á Facebookið fyrir nokkrum mánuðum síðan og mín var sko ekkert að fatta út á hvað þetta gengi. Fór svo að skoða þetta í fríinu og fattaði. Er núna alveg að tapa mér í þessu dæmi. Gleymi mér alveg í 1 til 2 tíma í þessu drasli. Sendi endalaust allskonar dót á My friends. hehehehe... Bara gaman að þessu. Fyrir utan tímaþjófnaðinn. Fór á útsöluna í gærkvöldi í Max. Þurfti að skila geisladisk sem ég fékk í jólagjöf. Cortes. Átti hann fyrir. Adda mín gaf mér hann þegar hann var enn heitur. Og það var sko ekkert lítið sem þessi jólagjöf mín stækkaði við það eitt að labba inn í búðina. Kom heim með þetta líka flotta heilsugrill. Kostaði bara pínulítið meira en diskurinn. heheheeh.... Ég kvittaði bara undir vísanótuna...Var samt líka að spá í að kaupa mér sléttujárn. Vantar það alveg defenatly núna. Er sko orðin svo síðhærð. Ótrúlegt hvað mar getur verið fínn bara við það að slétta á sér hárlubbann.En ákvað að láta það bíða. Ekki hægt að gera allt í einu. Spúsinn búin að vera svo lengi frá vinnu að það hefur komið niður á buddudruslunni. Þarf svo að fara að hitta Silluna mína. Hef ekki séð hana síðan á Þorlák.
En nú segir Gunnsan yfir og út krúsarknús.

Verið góð við hvort annað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ! Ekki vandamálið, ég fer til Dísu sem á stofuna Hárný í Kópavogi og hjá henni er líka Helena sem er frábær klippari, síminn hjá þeim er 5546422 Kær kveðja Adda.

Nafnlaus sagði...

Mikið er gott að einhver hefur áhyggjur af hári voru. Takk Adda mín. Kanski mar prufi þær.
Bloggstýran