þriðjudagur, janúar 29, 2008

Tíminn líður hratt

á gervihnattaöld. Hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld...
Jámm það er víst óhætt að segja það að blessaði tímin fljúgi áfram. Æðir eins og hauslaus hæna áfram og skilur mann bara eftir. Á eftir hlaupum við mannfólkið og reynum að halda í við tímann. En ég held að það sé með öllu gagnslaust.
Í dag er frumburðurinn orðin ÞRÍTUG. Halló. Skil sko ekki hvernig þetta dæmi gengur upp. Ég var sko 29 síðast þegar ég gáði. Alveg með öllu óskiljanlegt að ÉG skuli eiga dóttur sem komin er á fertugsaldurinn. Hehehehehe.....

Til hamingju með daginn elsku Lonni mín.
Happy BirthdayHappy BirthdayHappy Birthday

Annars er bara alles fínt að frétta. Ég er í einhverskonar tannlæknamaraþoni þessa daganna. Var hjá Möggu á mánudaginn í síðustu viku, aftur í gær og enn aftur í dag. Deyfingin dofnar varla á milli tíma. En nú fer þetta allt að koma. Svo er helv.... tannholdssérfræðingurinn 11 febrúar, og þá á að skafa tannsteininn og sjá til hvort að þetta fjand.... dæmi lagist ekki. Cross my fingers. Flossing
Svo má eiginlega segja að það sé líka prjónamaraþon í gangi. Var að enda við lopara á stúfinn minn hann Mikael Orra. Ótrúlega flott peysa þótt ég segi sjálf frá. Er svo núna að prjóna mér pils og ætla að prjóna peysu við það. Bara heilt dress. Munar sko ekkert um það. Má sko varla vera að því að vera í tölvunni. Þarf að prjóna. Dreymir prjóna á næturnar. Hjúkk mar. Þetta er svooo skemmtilegt. Hér er svo mynd af gæjanum í fínu peysunni frá ömmunni sinni. Versogú.



Bara sætastur.




Þórunn Emilílan mín var í nefkirtlatöku í gær. Búin að vera endalaust með hor þessi ræfill. Og þegar þau voru að fara í gær þá bara heimtaði mín að fara í náttfötum. Eitthvað hefur hana grunað að hún væri að fara að sofa. Bara skemmtilegust.




Hér er mín í smá fýlu. En var sko fljót að skipta yfir í góða skapið þegar ég bað hana að sýna mér tennurnar svo ég gæti tekið mynd af henni.




Í þessar sömu heimsókn fengu blessuð börnin að fara í bað og tók Örn að sér það verkefni að sitja yfir þeim. Og þvílíkur og annar eins buslugangur. Baðgólfið var eins og sundlaug, sonurinn kominn í svuntu þeirra Léttsveitarkvenna og samt mátti hann skipta um alveg inn að nærum.




Svo er konan búin að ráða sig í smá aukavinnu á gömlu góðu Select stöðinni. Byrja næstu helgi. Og er svo heppin að ég fæ að vinna fyrstu vaktina með Túrstæni mínum. lalalallalalala.......
En nú skal jeg í seng. Mér gengur alveg óheyrilega illa að vakna þessa morgnana. Svo ekki veitir af svefninum.

Yfir og út krúsarknús.....................Knitting

ES... Ef þið smellið á myndirnar þá má sjá þær stærri....

Engin ummæli: