þriðjudagur, desember 11, 2007

Yoko í poka sem ekki má loka.

Nú hefur hundurinn verið þvegin upp úr þessu eðal sjampói. Og jú jú, hún var sett í poka og það frekar tvo en einn. Mín stóð bara alveg eins og prinsessa í baðinu á meðan þessar 10 mínútur liðu. Ég bara nennti ekki að bíða lengur. Reyni kanski næst í 15 mínútur. En mikið ósköp sem hún er mjúk þessi elska. Og allt annað að sjá hvíta litin á afturfótunum.


Sko bara. Hér er skvísan í einum grænum og einum hvítum.
Fórum á BSB á föstudaginn síðasta. Það er að segja Kolla, Anna og moi. Erum sko saumó kellur. Byrjuðum kvöldið á Bingói, unnu ekkert. Nema Kolla. Hún fékk sko heilar 300 krónur. Löbbuðum svo niður í bæ og ætluðum inn á Monakó og kíkja í Spilakassana. Löbbuðum inn og út med det samme. Þvílíkur lýður þarna inni að við urðum eiginlega bara hræddar. Leist sko ekkert á þetta. Héldum áfram göngunni niður Laugaveg og litum inn á einn og einn stað. Komust eiginlega að því að það vantar stað fyrir fullorðið fólk. En við enduðum gönguna á Dubliners og það var bara fínt þar. Dönsuðum hreinlega af okkur rassgatið. Hef ekki dansað annað eins í mörg ár held ég bara. Hjúkk. Líkamsrækt þar sko.


Komnar inn svæðið. Við Kolla fengum okkur bjór en Anna fékk sér bjósSKOT. heheh..
Svo á svölunum góðu. Þar sem mátti smóka og sonna. Alveg í gírnum.. Bara flottastar.


Anna Panna pottur og kanna,.


Kolla bolla. Gleðigjafi með meiru...



Gunna tunna grautarvömb....

Eitthvað var Kolla að amast út í álfsmyndina af sér. Vildi endilega að ég gerði aðra af okkur þrem. Here goes...

Farin að lúlla.

Yfir og út krúsarknús............

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leit inn! Yfir og út. Góða nótt.

Nafnlaus sagði...

KLÁRAÐU mig ekki með sætasta hundi í heimi :)

sýnist hann samt ekkert vera að fíla baðið neitt svaka vel...enda HVER vill fara í bað í plastpoka?? ég bara spyr??

kv ólöf sópró

Nafnlaus sagði...

..og það 2 plastpokum???

Nafnlaus sagði...

Nú er búið að gefa hundinn í burtu, hann var orðinn frekar ágengur en hann er kominn á gott heimili í.. ja, fyrir sunnan.

Gaman að sjá að Yoko vegnar vel =]

Skemmtun er ávallt góð í hófi (og svo betri ef ekki).

Fræææændinn að norðan.

Nafnlaus sagði...

Það hefur sko verið stuð á ykkur, ekki að spyrja að því..allt annað að sjá hana Kollu á álfashowinu núna.. bara nýr álfur komin til byggða.

Á að taka upp sýningu á Brodway eða?

Libby

Nafnlaus sagði...

Hæ.

Þið eruð alltaf "æði" en aldrei eins flottar og í álfabúningi. Kem örugglega með næst á jammið. Gaman að fá SMSið frá ykkur.
Kveðja
Hrönn