miðvikudagur, desember 05, 2007

Blogg,blogg,blogg,blogg.....

Bloggidíblogg. Jamm og jámms... Allt vitlaust að gera hjá frúnni eins fyrri dagana. Man bara varla eftir svona hausti. Sé varla út úr augunum fyrir amstri. Eða kanski augabrúnum. Hmmm. Hvort skyldi það nú vera. Hmmmm. Jú ég veit. Amstri. En það er í keyi. Hrikalega gaman að þessu öllu. Er alveg að tapa mér í kórstarfinu og svona. Og ég er alveg að segja ykkur það að þessir jólatónleikar verða alveg æðislegir. Og ömmingja þið sem missið af þeim. Hún MP er búin að skapa alveg ótrúlega fallegt listaverk. Svo ekki sé meira sagt. Og ég er svo glöð að Guðný mín ætlar að koma á tónleikana. Langt síðan hún hefur komið. Og það sem meira er að ég held bara að konan verði nótulaus. Þarf bara aðeins að taka Laudate Haydens og rifja vel upp. Söng þetta nótulaust hér um árið. Svo mar verður náttla að standa sig núna. Og ekkert múður með það. Var að koma af kóræfingu. Ferlega fín æfining. Að öllu nema einu leyti. Kellurnar eru að fara til Köben í fyrramálið. Gospelsystur og hluti af Voxinum. Mig langar ekkert smá með þeim. En það er víst ekki hægt að fá allt í þessum heimi. Eða hvað. Knúsaði Gospelsystur mínar fast og þær lofuðu að taka einn öl fyrir mig á Ráðhústorginu. Huhuhu...... En allavega vona ég að þetta verði frábær ferð í alla staði fyrir þær. Oh ég er blue.... En ég er svaka happý fyrir þeirra hönd vinstri...... Hundakonan kom hér í kvöld og sótti Miranda´s vörurnar sínar. Og afhenti mér sjampó og næringu fyrir Yoko. Með hvíttunar efni og alles. Nú skal sko tekið á þessari gullu rassakellingu. Og bestur árangur næst víst með því að setja dýrið í plastpoka eftir að búið er að jóðla í hana sjampóinu. Er alveg að sjá það fyrir mér að troða dýrinu í poka og halda henni þar í 15 til 20 mínútur. En við sjáum hvað setur. Spurning um að láta hundakonuna gera þetta þegar ég fer með dýrið í jólasnyrtinguna. Ja, verða dýrin ekki að fara í snyrtingu eins og við mannfólkið fyrir jólin. Ekki viljum við að hún fari í jólaköttinn..... Sem minnir mig á það að ég þarf að athuga hvort Ríkeyin mín geti tekið mig í smá snyrtingu þann 14 des. Tónleikarnir þá um kvöldið og frúin kann bara alls ekkert að laga til svona mikið hár. Hef sko ekki verið með svona sítt síðan 1707. Kanski að mar fari að setja rúllur og svona læti í hausinn á sér. Eruð þið ekki alveg að sjá það fyrir ykkur. Mar þarf kanski að læra að túper og svona... Svo er Liljan mín að verða 25. Haldið að það sé. 25 ára. Svo stutt síðan að ég var gangandi orðabók fyrir barnið sem engin skildi. Það er mörgum vel í mynni þegar Diddi kom í afmæli til Óla frænda síns. Hann nýbúinn að eignast dreng númer tvö. Átti einn 3ja ára fyrir. Lillja þá 4ra ára. Hann tekur á móti Lilju sem spyr hvar litla barnið sé. Svarar hann þá. Nú hann er í ðúmmin sínu. Hlær mín þá stórkarlalega og segir. Hann kann ekki að segja lúmm hann segir bala ðúmm.. og eins þegar Óli hafði tekið börnin upp á videó. Vorum í sumarbústað og hann allur í nýjustu tækni. Átti svo risalega stóra videkameru. Allavega. Svo eru börnin orðin eitthvað óþekk og Óli spyr hvort þau vilji ekki horfa á sig í sjónvarpinu. Og þau héldu nú það. Svo er Liljan mín að segja eitthvað á þessu videoi og kallar á mömmsuna sína. Mamma hvað er ég að segja. Halló. Hún skildi ekki sjálfa sig. How bad can you be.... Bara gaman að þessu.... En nú er nóg komið af bulli þetta kvöldið. Og hvar er Diddan mín besta skinn. Farðu að hringja í mig. Miss you...
Þessi var tekin í sumar þegar ég leit við á Léttu útilegu og gisti hjá besta skinninu. Lov ja....

Yfir og út krúsarknús............

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehe jamm & já, Libbidý er ekki bara uppspunið nafn :) 25, en ég er eins & þú mommsan mín, aldrei eldri en 20. :) Lov's hlakka til að sjá tónlistaverkið.
Libbidý

Nafnlaus sagði...

Hæ Gunnsan mín. Diddan þín er bara hér as always. It goe's both ways you Know, eða er ekki hægt að hringja úr þínum síma ? Elska þig samt, en ekki nema að þú takir og eyðir þessari hryllingsmynd sem þú ert svo elskulega að setja á síðuna, I hate it !!!!! DO IT NOW or ? Umfram allt haltu endilega áfram að vera svona dugleg að skrifa. Egill og fjölsk. ereu nú stödd í LA en koma heim 12. n.k. smá fréttir. Ástarkveðja

Nafnlaus sagði...

Gunnsan mín, ég þarf að loka -get útskýrt það í emaili. Hinsvegar geturðu stofnað moggablogg og látið það duga til þess eins að hafa aðgang.
Vil helst ekki missa af þér....

mailið mitt er ragghh@simnet.is

Nafnlaus sagði...

Hvernig gékk að láta Yoko litlu í poka? ;-) Ég hefði viljað sjá það.

Nafnlaus sagði...

Hæ! Takk fyrir kaffið, sem ég fékk með blogginu, það er nú ekki slæmt að hafa nóg að gera, vinnan og áhugamálin göfgar manninn/konuna og þannig er nú það. Og til hamingju með "barnið" sem er nú ekkert barn lengur en er samt alltaf litla barnið fyrir utan minnsta barnið/drenginn. OK, Þvílík speki ég er nú bara nokkuð ánægð meðmig núna og viskubrunninn minn. Kveðja Adda.

Nafnlaus sagði...

Ég verð alltaf litla barnið, yngsta barnið er löngu orðið miklu stærra en ég... ég stækka ekki meir vona að ég minnki heldur ekki á efri árum eins & vill oft gerast.. vá!!!!
Libby