laugardagur, desember 29, 2007

Úff skamm, skamm

Meiri letin í mér þessa daganna. Hef bara ekki haft nokkra nennu til að blogga. Annars vona ég að þið hafið öll átt góð jól og fengið gott og mikið að borða. Orðið of seint að óska ykkur gleðilegra jóla en hvað um það. GLEÐILEG JÓL. Ég hef haft það bara fínt. Ma og pa voru hér í mat á aðfangadag, og svo komu stelpurnar með sínar familyjur seinna um kvöldið. Pabbi var reyndar orðinn veikur og hefur að mestu sofið síðan þarna um kvöldið. ÆJæjæjæj... Svo komu krakkarnir í mat á jóladag og slurpuðu í sig hangikjeti eins og þeim er einum lagið. Tættu svo restina af hamborgarahryggnum af beinunum og dýfðu í sósu áður en þau fóru heim.
Eftir það skruppum við til Guðnýjar og Sigga like always á þessum degi. Fengu þar þetta líka flotta kaffiborð. Vorum alveg að springa. Spiluðum eina umferð af Trivial, Guðný, Örn Aron og moi. Og að sjálfsögðu vann ég. En ekki hvað. Diddinn að vinna á annan í jólum. Svo við sonurinn vorum bara tvö heima. Hann vildi taka annað trivila og rústa mér. Sem við og gerðum. En sorry, ég vann hann aftur. Greyið..... Rannvegi mín kom svo hér um kvöldið og það á náttfötunum. Svo við vorum alveg í stíl. Mín hafði heldur ekki klætt sig þennan daginn. Sátum og drukkum gott kaffi og fengum eitt staup af contrau með. Mmmmm. Áttum bara notalegt spjall og svona tjill. Svo bara áramótin framundan og ekki lofa veðurguðirnir góðu sprengiveðri. Svo mín ætla bara að vera heim og halda áfram að tjilla. Krakkarnir koma í mat og svona. Ég ætla að elda humarsúpu eftir uppskrift sem ég fékk hjá Kollu. Og það er sko tveggja daga prosess. Byrja á morgun. Sé fram á það að vera með flotta bæseppa eftir þessa aðgerð.
Á svo kanski von á Agli og Rúnu hér í kvöld. Það er að segja ef Rúnan nær sér upp úr syfjunni. Gef henni þetta sko ekki eftir. Hringi í hana á eftir og heyri hvernig staðan er. Svoddan útstáelsi á henni þegar hún kemur á klakann. Svo fara þau aftur 4 janúar svo þetta eru ekki margir dagar eftir og dagskráin hjá þeim nánast pökkuð.. En nú er ég hætt.

Gleðilegt ár dúllurnar mínar
svona inkeis ef ég skyldi ekki blogga meir á þessu ári.

Yfir og út krúsarknús........

Engin ummæli: