laugardagur, desember 15, 2007

Jólafrí

Jebb. Þá er mar komin í jólafrí hjá kórnum. Jólatónleikarinir í kvöld og tókust held ég bara vel. Annars er konan búin að vera hálf rúmliggjandi í vöðvabólgu veseni. Hef bara ekki vitað annað eins. Fór úr vinnu í gær klukkan tólf. Fór ekki að skúra hjá tannsa. Bara hreinlega treysti mér ekki til þess. Var algjörlega að drepast í hálsi, öxlum og baki. Var svo eins og skata hér í gær. Fór úr vinnu í dag klukkan rúmlega eitt. Gat bara ekki meir. Var á tímabili orðin efins um að ég meikaði tónleikana í kvöld. Hefði sko ekki meikað þá ef ég hefði þurft að halda á möppu. Jamm konan var möppulaus. Læt sko ekki spyrjast upp á mig að ég sé möppudýr. Oh nei. Kom semt heim að verða hálf tvö og lá eins og önnurs skata til að verða fjögur í lata strák. Hann klikka sko ekki. Lét samt spúsann bera á mig vöðvagelilð frá Miranda´s áður en lati strákur knúsaði mig. Hafði þetta af. En naumlega þó. Var með feitan hausverk efti tónleikana og bakið í hönk. Aldrei slíku vant var spúsinn á tónleikunum. Við fórum á Aktu taktu og fengum okkur feitan borgara. Mín fékk sér kjúllaborgara. Nammi namm. Ojjjjj. svona eftirá. Opnuðum eina rauða við heimkomu. Og nú er ég búin á því. Er að fara að lúlla. En by the way. Liljan litla á ammæli í dag. 25 ára snótin. Til hamingju með daginn elsku sæta Lilja. Love you og knús og kiss.


Farin að lúlla í hausinn minn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ! takk fyrir tónleikana, þeir voru frábærir. Og ég þekki frábæran nuddara sem ég held að þú ættir að prófa að fara til. Kveðja Adda.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir tónleikana...hefði nottla verið gaman að fá sér rauðvín saman eftir tónleikana...en það verður bara að bíða betri tíma.

Gaman að syngja saman á svona flottum tónleikum ;)

Takk fyrir kveðjuna hjá Ugga haha...og hann biður að heilsa Yoko

kv Ólöf

Nafnlaus sagði...

Usss...nú er um að gera að koma sér í almennilegt nudd...og kanski snýkja nudd frá kalinum ;-) Til hamingju með Lilju :-)

Nafnlaus sagði...

vá fékk ég svona flott skilti... takk mommsan mín þú ert best í heimili :)