sunnudagur, ágúst 12, 2007

Meira andskotans rafmagnsleysið á þessum bæ.

Og ég sem var bara rafmagnslaus í klukkustund eða svo. Ýmislegt búið að gera og svona. Skruppum með Guðnýju og Sigga í Ólafsfjörðin fagra síðustu helgina í júlí. Leigðum okkkur lítið bjálkakofahús sem hótelið á staðnum á. Mættum þar um átta, hálf níu á föstudagskvöldið. Fórum á hótelið og skráðum okkur inn. Þar sat maður og tók á móti oss. Hann hafði nú meiri áhuga á því að segja okkur frá sínu lífi heldur en að afhenda okkur lykla af kofanum. Loksins ropar hann því upp úr sér að kofinn sé opinn og lyklarnir þar á borði. Svo við Guðný stungum kallana af og rölltum út í kofa. Og þvílílkur helv.... kuldi sem tók á móti oss í húsi voru. Allir ofnar ískaldir og svona huggulegt. En samt voða krúttlegt hús. Svo komu nú strákarnir og kallinn með. Höfðum við þá tekið eftir því að ekkert gasgrill var á staðnum. Það var nú ekki málið hann skyldi sko bara sækja það. Við eitthvað svona, þetta er alltílagi. Við ætlum bara að grilla annað kvöld. Fínt að vera búin að fá grillið þá. Ekki málið, hann skyldi sko redda því. Áttum kósí kvöld og fórum í pottin og svona.Huggó huggó. Daginn eftir byrjar svo ballið fyrir alvöru. Engin var brauðrist í kofa vorum. Ekkert brauðgrill, enginn örbylgjuofn. Handónýt kaffikanna. Engin tappatogari. Þrjú glös á fæti. Eitt fyrir rautt, eitt fyrir hvítt og eitt svona plast úr Bónus fyrir rautt. Halló. Vorum við ekki í hótel húsi. Mér er sko bara spurt. 3-1-1 í stofunni. Og annar af þessum 1, handónýtur. Spýtudraslið undir sessunni klóraði manni í fja..... görninni ef marður settist þar. Og þrátt fyrir það settist spúsi minn þar eftir pott kvöldinu áður og féll í djúpan blund. Skildi svo ekkert í því að hann væri að drepast í afturendanum daginn eftir. Við vorum sko ekkert hissa á því. En hins vegar vorum við hissa á því að hann skyldi yfir höfuð geta sofið þar. Allavega, daginn eftir skruppum við á Sigló. Hef aldrei komið þangað áður. Skil sko bara ekki að það skuli búa fólk þar. Ekkert um að vera þar. Ein lítil búð opin. Ekkert annað. Ekkert kaffihús, engin fatabúð, Komon. En fengum samt gott kaffi. Guðný dreif okkur til tengdaforeldra Berglindar dóttur hennar. Fengu kreisý kaffi og meþvi. Svo aftur í fjörðin fagra. Ekkert grill komið á staðinn. Diddinn á hótelið. Þar enginn. Kom með gsm númer sem ég reyndi að hringja í. Ekkert svar. Siggi aftur út á hótel kom með annað númer sem ég reyndi líka að hringja í. Ekkert svar. Siggi út á bensínstöð og keypti 2 einnota grill. Mín frekar fúl í bragði. Ætlaði sko að fá feitan afslátt. En þegar við erum að enda við að borða kemur gæjinn. Bankar og gengur inn. Er ekki allt í fína hér. Og við bara nei. Hvar er grillið og því svarar enginn í þessum símanúmerum. Og hann bara ég skal ná í grill. Er með þau í bunkum upp á hóteli. Og við bara nei. Við erum búin að grilla. Hann sest í stólinn bilaða og óóó.. Þessi er nú skrítinn. Og hann hélt að það væri nú ekki málið. Ætti sko fyrirsmíðaðar spítur í bunkum upp á hóteli. 53 centimetrar. Kvartar mikið yfir því að fólk láti sig ekki vita ef eitthvað bilar og eitthvað vantar. Benti honum á brauðrist. Og hann hélt nú að hann gæti reddað því. Ætti sko gamla druslu uppi á hóteli sem hann gæti náð í ef ég vildi. Ég afþakkaði pent. Siggi hafði boðið honum bjór kvödið áður sem hann þáði. Og þarna um kvöldið biður hann Sigga að lána sér bjór, eigi sko bjór í bunkum uppi á hóteli. Fær bjórinn. Segist ætla að borga honum þrjá. Fórum svo seinna um kvöldið upp á hótel að spila pool. Gæjinn fljótur að skella þremur sveittum á barborðið. Svo alltíeinu fæ ég feitt kreivings í kokteil. Spyr hvort hann eigi solis. Já ekki málið. Hvað viltu. Bara góðann. Hann innfyrir barinn. Nei heyrðu bara allt búið. Átti þetta sko í bunkum fyrr í vikunni. Allt bú. Neibb. Mæli sko ekki með þessu. Þjónustustigið fyrir neðan allar hellur. Frétti svo að mar mætti sko þakka fyrir að þetta hafi verið sonurinn en ekki pápinn. Hann mætir sko og háttar sig á pallinum og skellir sér í pottin með gestunum. Ég bara spyr. Hverjir eru gestirnir og hverjir erum við. Fékk allavega lit í rótina og svona smá dekur. Setti naglalakk á táslurnar á Guðnýju .Og það er í fyrsta skipti sem hún fær solis. Mátti til með að mynda það.
Frábær ferð í alla staði samt sem áður. Næst mun ég segja ykkur frá ferð okkar Rannveigar í Þakgil um verslóhelgina. Önnur frábær ferð. Tvær úr tungunum saman þar. Alveg brill. Er samt farin að sakna Sillunar minnar. Þarf að tékka á morgun hvort hún sé heima og sona.

Yfir og út krúsarknús..................

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heheheehehe,skemmtilegt blogg. En þakkaðu fyrir að hafa ekki hitt á kelluna á hótelinu, hún hefði hennt ykkur út :) og það án gríns, eru til ótal sögur af hótelgenginu þarna.
Kv.
Harpa

P.s. tilraun númer 5010 að commenta hér.

Nafnlaus sagði...

Hehehehe. Það er ágætt að vita þetta...þá fer maður ekki í Ólafsfjörðinn í bjálkahús. Þvílíkt endemis vesen. Það er nú hægt að hlæja að svona uppákomum eftirá samt... ;)

Lady Lilja bloggar sagði...

Get vel skilið svipinn á ykkur Guðnýju á þessari mynd miðað við atburði helgarinnar :D En greyið pabbi ææææææ....(sit hérna skellihlæandi..sorry)