miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Símtal

Hringdi í bróðurson minn í gær. Hér kemur símtalið...

H: Halló.

G: Hæ frændi, hvað er ég að vekja þig?

H: Já eiginlega.

G: Hva !! ert ekki að vinna?

H: Jú bara eitthvað slappur í bakinu.

G: Æjæj. Á ég að koma og nudda á þér bakið ræfillinn?

H: Huu, jájá.

G: Heyrðu, hvenær koma mamma þín og pabbi heim?

H: Ég veit það ekki alveg, þau tóku þarna auka hring.

G: Ha !! Aukahring. Hvar eru þau?

H: Nú þau eru búin að vera á Arnarstapa síðan á föstudaginn.

G: Ha!! Ætluðu þau ekki til Kaupmannahafnar???

H: Ha!! Nei.

G: Heyrðu ég hlýt að vera að tala við vitlausan frænda.

H: Já. (aumingjalega)

G: Hvað heitirðu?

H: Helgi Steinn

G: Þú ert ekki frændi minn og ég kem sko ekkert að nudda á þér bakið. hahaha

H: hahahahaha........

G+H: muahahahahahha,....
..

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahahahaha! Snilld! Ógeðslega fyndið þegar að maður gerir eitthvað svona og er kominn í hörkusamræður við bláókunnugt fólk :-D

She sagði...

Hún á afmæli í dag...hún á afmæli í dag..hún á afmæli Gunnsan....Til hamingju skonsa...She.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Gunnhildur, vona að þú hafir átt góðan og skemmtilegan afmælisdag.
Kv.
Harpa