föstudagur, júlí 20, 2007

Rafmagnsleysi

Jebb. Skruppum til Guðnýjar og Sigga í kvöld. Svona að ákveða hvað við ætlum að gera þarnæstu helgi. Strandirnar eru út fyrst að ég fæ ekki frí. En allavega. Þegar við komum hér heim er allt í svarta myrkri eins og lög gera ráð fyrir. En lögin gera ekki ráð fyrir því að mar geti ekki kveikt hjá sér ljósin. Lekaleiðinn úti og ekki hægt að setja hann inn. Vorum að spá í að hringja í Baldur spennu en hættum við sökum klukkunar. Orðin soldið margt. En ekki hægt samt að hafa hér allt í rafmagnsleysi. Innihald ísskáparinns og frystis lá undir skemmdum. Ekki til í það. Spúsinn hringdi í Neyðar-rafvirkja. Og shitt mar. Ekki fyrir hvítan að borga það. Útkallið litlar 17 þúsund krónur, fyrir svo utan það hvað það kostar að gera við. Mín ekki alveg sátt við það frekar en Diddin. Sagðist bara ætla að lifa við þetta rafmagnsleysi í nótt. Nema hvað. Ég var svo ótrúlega heppin í gær þegar ég er búin að vinna uppi á skrifsstó þá fer ég niður í búð og þar er allt í rafmagnsleysi líka. Hringi á rafvirkja sem kom ongonede og ég fylgdist áhugasöm með vinnubrögðum mannsins. Hann sem sagt sló út öllum öryggjum, setti inn lekaleiðan og byrjaði svo að setja eitt og eitt öryggi inn í einu. Og fann þannig út hvað það var sem sló út dótinu. Ég var reyndar búin að prufa þetta hér en virkað ekki. Gat ekki fengið lekaleiðann til að haldast inni. Fór samt eftir símtalið og skoðaði þetta betur og sá þá aðra röð af öryggjum sem tilheyra okkur. Gerði aðra tilraun og vola. Fann þetta út. Gangur og herbergi ollu þessu. Sendi þá drenginn inn að taka allt úr sambandi í þeim vistaverum. Og HALLÓ. Haldiði ekki að kellan hér fyrir ofan mig hafi verið að vökva nýja fína grasið sitt og hér bunaði bara inn um gluggan hjá mér. Lak niður úr gluggakistunni og ofan í millistykki sem er undir ofninu. Og Bingó. Sló allt út. Sú er aldeilis heppin að við fengum ekki Neyðar-rafvirkjann hér til að redda þessu. Sú hefði sko fengið að punga út. Kanski bara 20-30 þúsund kalli. Mér finnst nú lágmark að nota hausinn. Gluggin minn er ekki það langt ofan jörðu að hún hefði sko alveg getað lokað honum. Shitt hvað ég er pirruð. Þó mest yfir því að hafa bara ekki verið heima þessa helgi. Þá hefði kanski bara parketið skemmst og ég fengið nýtt út úr tryggingunum hennar. Hehehehehehe...... Mátti bara til með að deila þessu með ykkur.
Svo sæt mynd af ma og pa með Yoko, sitjandi við fína picnic borðið mitt i garðinu. Sem by the way þau voru að enda við að smíða saman þarna. Mátti til með að skella myndinni inn, ótrúlega krúttleg mynd. Og nú eru þau sjálfsagt einhverstaðar á milli Leifsstöðvar og Kríuhólanna að koma frá Köben og Tyrklandi.

Yfir og út krúsarknús.................

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjitt, það er ekki gefins að fá viðgerðakalla. Ég er alveg búin að sjá ljósið...við erum í vitlausri starfsgrein skvísa! Gerumst viðgerðamenn og græðum feitt ;)

Nafnlaus sagði...

Jæja þá, þú ert aldeilis heppin með nágranna, það virðist bara allt ætla smella hjá ykkur. Á ekki að vera nágrannagrillveisla í garðinum? Nei ég segi bara svona...
Já þetta æðisleg að myn af ömmu & afa, alveg sammála.
Kv. Liljan litla

Nafnlaus sagði...

Oi, achei teu blog pelo google tá bem interessante gostei desse post. Quando der dá uma passada pelo meu blog, é sobre camisetas personalizadas, mostra passo a passo como criar uma camiseta personalizada bem maneira. Se você quiser linkar meu blog no seu eu ficaria agradecido, até mais e sucesso.(If you speak English can see the version in English of the Camiseta Personalizada.If he will be possible add my blog in your blogroll I thankful, bye friend).

Nafnlaus sagði...

Hvað segirðu kelling...ertu algjörlega rafmagnslaus? ;-)