sunnudagur, maí 06, 2007

Heimsókn prinsessunar.

Jebb. Litla sæta prinsessan kom í heimsókn í dag. Held að það sé öllum orðið ljóst hér á þessu heimili að hún sé komin til að vera. Hún er algjört beauty.
Ótrúlega sæt.Og eins og öllum litlum börnum þótti henni voða gott að totta snuddu. Greip hana glóðvolga þegar Þórunn Emilía missti hana í gólfið.
Gæti bara étið hana. Veit svo ekkert afhverju textinn hér fyrir ofan kemur eins og ég sé að setja inn link. Alveg sama hvað ég reyndi ég gat bara ekki lagað þetta. Undarlegt. Allavega er bara allt gott að frétta úr vesturbænum. Höfum það hrikalega gott hér. Var með Mirandas kynningu á föstudagskvöldið fyrir 2 alt Gospelsystra. Fengum okkur osta og smá rautt með. Notalegt kvöld með góðum systrum. Svo er litla lúsin hún Þórunn hér í nótt. Foreldrarnir í þrítugsafmæli með Diskó þema. Örugglega gaman að því. En nú ætla ég í ból bjarnar.

Yfir og út hundaknús......................

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ú jé ég er sko til í að kíkja í heimsókn :)
Verðum bara að vera í bandi nema nottla að ég er búin að missa símanr úr símanum mínum svo þú verður að veraí bandi við mig.
Hlakka til :)
kv ólöf sóprína

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá sætur lítill voffi með snuddu!! :-) Algjört krútt. Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Nú ertu komin með ungabarn á heimilið, Gunnhildur mín ;-)

Lady Lilja bloggar sagði...

Jebb kví kví mín, hún er æði! Þá er bara finna nafn á prinsessuna..! Hlakka til að sjá snúlluna :D
Kv. Liljan á fjallinu.

Nafnlaus sagði...

Jedúddamía hvað hún er sæt, algjör dúlla,lítið knúsudýr.......til hamingju, hvaða tegund er þetta?
Mig langar líka í sonnnnna :)))))

Kv.
Harpa