föstudagur, maí 11, 2007

Evrovision

Alveg komin með upp í kok af þessu dæmi. Nú er ég bara hætt að horfa. Nenni þessu ekki lengur. Held að það sé komin tími til að hafa tvær keppnir. Eina fyrir vestur og aðra fyrir austur. Annars er allt fínt að frétta héðan úr vesturbænum. Á enn eftir að ganga frá svona smádrasli. Nenni því bara engan vegin. En það hlýtur að koma að því fyrr en síðar. Var sko alveg ógisslega dúleg í vinnunni í morgun. Tók kælirinn á bak við í nefi. Skúraði, skúbbaði og þreif hann hátt og lágt. Meirað segja svo lágt að ég lá á fjórum og skúbbaði gólfið með grófum svampi og gluggasköfu. Hef bara aldrei séð hann svona flottann. En sjálfsagt verður það ekki lengi. Ótrúlegt hvað þessir krakkar ganga illa um. Er sko bara ekki að fatta það. Stefnan á morgun sett á það að fara í dýraverslun og versla búr handa Yoko, og kannski líka sæta rauða hálsól. Og svo að ná í hana í helgarheimsókn. Við komum ekki til með að taka hana alveg fyrr en Örn er búinn í skólanum. Ekki hægt að skilja svona lítið kríli eftir eitt heima allan daginn. Jebb hún skal heita Yoko. Hvernig finnst ykkur það. Er það ekki bara soldið flott. ha. Mér finnst það. Og maður á alltaf að segja eins og manni finnst. Svo hefur vinna mín breyst aðeins. Núna er ég í búðinni til hálf eitt, fer þá í mat og svo upp á skirfstofu eftir hádegið. Það er sko bara gaman að því. Er alveg að fíla þetta í botn. En þetta er bara tilraunaverkefni sem stendur í fjóra mánuði eða fram til 1sta september. Svo kemur bara í ljós hvernig framhaldið verður. Vonandi að ég fái þá bara vinnu allan daginn á efri hæðinni. Annars gefur þetta mér líka reynslu sem ég get sett í sivið mitt. Hef þetta ekki lengra að sinni.

Yfir og út krúsarknús......................

1 ummæli:

Lady Lilja bloggar sagði...

I like YOKO!!! Nafna hennar er líka friðarsinni & þeir eru flottir!
Til hammingju með þetta allt & vinnuna líka mommsan mín! Mér finnst eins & þú búir í útlöndum díses, svo langt í burtu!
Knús Liljanlitla