fimmtudagur, maí 24, 2007

Halló.

Júbb, ég er á lífi enn. Bara eitthvað endalaust andlaus í Þessu bloggi þessa daganna. En margt að gera og svona. Vantar ekkert upp á það. Sko. Fór síðustu helgi á Grundarfjörð og tók þátt í Íslandsmóti í Óþverra. Jebb ýmislegt sem mar tekur upp á. Kemur svo sem engum á óvart að Adda vann mótið. Kom heim með tvær medalíur. Gull og silfur. Legg ekki meir á ykkur., Svo er mar bara að vinna og sona. Fíla mig ferlega vel uppi á skrifstofu. Væri bara til í að fá vinnu þar allann daginn. Aldrei að vita hvað gerist í haust þegar þessu tilraunaverkefni lýkur formlega. Verð bara að gera í því að gera mig ÓMISSANDI. You know. Svo kemur prinsessan núna um helgina alfarið. Hlökkum öll til að fá hana alveg. Fannst frekar leiðinlegt að skila henni á sunnudaginn síðasta. Algjört krútt þessi tík. hehehe.... Sillan mín kom hér í kvöld með filmurnar langþráðu. Sem by the way eiga að fara í gluggana hjá mér. Ekki tókst betur til en svo að fyrsta filman sem tekin var upp var rifin upp á vitlausri hlið. Ónýt. Svo eldhúsgluggafilman. Textinn þar fór allur í mess. Ónýt. Gátum sett í tvo glugga á ganginum slysalaust. Jibbý. Svo baðglugginn. Hann eiginlega sló öll met. Skipaði Erni að fara inn á bað og rífa þessa ógeðslega ljótu filmu úr glugganum, hann þóttist ekkert vita hvað ég meinti. Svo Silla fór með honum til að sýna honum hvað hann ætti að gera. Og viti menn. Það er sko engin hans í koti filma í gluggadýrinu. Neibb. Þetta er hamrað gler. Forljótur hans í koti. Verð að drífa í að brjóta hann svo ég geti með góðri samvisku farið og keypt nýtt til að líma flottu filmuna á. En að ég tæki eftir þessu þegar ég mældi fyrir filmunni. O nei. Alveg blind á öllum fjórum. Fann þetta hrikalega flotta myndband áðan. Mæli með því að þið horfið og hafið hátalarana í botni. Góða skemmtun.

Geðveikt

Allavega hafði ég obboslega gaman að þessu. En nóg í bili elskurnar.
Elskiði friðin og strjúkið kviðinn.

Yfir og út krúsarknús..........

1 ummæli:

Lady Lilja bloggar sagði...

Mamma sko, það er ekki alltaf nóg að hafa gleraugu, stundum er gott að hafa stækkunargler líka, það fylgdi símaskránni 2007 :)
Voðalega er þetta Hans í Koti sniðugt.. eða þú veist.. fæ mér notkunarrétt strax.
Good to see you blogging again...
Knús á ykkur þarna far away :)