sunnudagur, maí 13, 2007

Enn og aftur að koma mánudagur.

Meira hvað þessar helgar fljúga frá manni, og ekkert verður úr neinu. Erum búin að vera með Yoko alla helgina og skiluðum henni aftur seinnipartinn í dag. Fannst það nú frekar leiðinlegt. Hefði alveg verið til í að hafa hana bara áfram. En það er ekki að ganga fyrr en skólanum lýkur hjá Erni. En eins og ég sagði áðan er tíminn svo fljótur að líða, þannig að ekki þurfum við að bíða lengi. Búin að þurrka upp ansi marga pissupolla og taka upp nokkrar kúkalengjur og sturta í klóið. Mikið sem ég verð glöð þegar hún verður orðin húsvön. Annars held ég að hún sé búin að velja sér sinn uppáhaldsfélaga hér á þessum bæ. Eltir Örn á röndum hvert sem hann fer hér innan veggja heimilisins. Gaman að því. Hann er sko ekki ósáttur við það. Er annars frekar andlaus þessa stundina. Nenni ekki meir.

Yfir og út krúsarknús.....................

3 ummæli:

Lady Lilja bloggar sagði...

Takk fyrir heimsóknina með prinsessuna, öll höfðum við gaman af :)& nú segir prinsinn að YOKO sé týnd :/

Nafnlaus sagði...

Bank,bank.....ertu nokkuð hætt að blogga skvísa?????????
kv.
Harpa.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu nú mig...það eru sko tveir mánudagar liðnir síðan að þetta var skrifað...kvart kvart! ;)