laugardagur, maí 26, 2007

Bissí dei.

Jebb alltaf brjál að gera á þessum bæ. Ekki að spurja að því. Fór náttla að vinna í morgun eins og lög gera ráð fyrir. Var samt bara að vinna til hálf eitt. Og þá var sonurinn komin til mín. Við skunduðum sem leið lá í Kópavogin í klipp og lit. Já það var aldrei að mín breytti um háralit. Nú er frúin bara hreinlega orðin svarthærð. Já ég legg bara ekki meir á ykkur. Ekki átti þessi litur að vera svona. O nei. Hann átti meira að segja að vera með smá rauðum blæ. Hér er sko engin hans í koti blær. Bara svart. Eins og dimmasta nóttin. Leit svo náttla út eins og kríuskítur dauðans í framan með þessa svörtu umgjörð, svo nú verð ég bara að vera dúlega að púðra á mér nefið. Svo í Smáralindina í Líf og list að kaupa brullupsgjöf handa sæta frænda honum Halla og hans verðandi frú. Þau gifta sig á morgun. Oh mér finnst alltaf svoooo gaman í brullupi. Fæ alltaf strumpabólur og tár á kinn. Anyways. Svo bara brunað heim á hundrað og sjö því drengurinn var að verða of seinn á æfingu. Hann rétt náði. Síðan fór ég að taka til í Miranda´s töskuna. Kynning í kvöld hjá Siggu vinkonu Sillunar minnar. Og hún var sko ekkert að skafa af því kellan. Hringdi í einar tólf konur. Flott skyldi það vera. The big sale my darlings. ÞAÐ MÆTTI EIN. Halló. Og bara þrjá afboðuðu sig. Endemis dónaskapur í þessum kellum. Og þessi eina sem mætti var móðursystir gestgjafans og sennilega einhversstaðar á milli áttatíu-níutíu ára eða svo. Hefur aldrei á ævinni sett krem í anlitið né nokkur farða. Bara kalt vatn. Það er best. En gamla var sko ekki af baki dottin og ákvað það að nú væri sko komin tími til að gera eitthvað fyrir sjálfa sig og verslaði sér krem, hreinsigelið og tannkrem. Líst vel á svona konur. Hún var bara krúttleg og sæt. Svo erum við líka búin að versla okkur ferð til Canada í ágúst. Förum þangað með strákúst þann þrítugasta og komum heim aftur sjötta september. Afmælisdagur móður minnar by the way. Yoko er komin til að vera. Nú fer hún ekki aftur eftir helgina. Við erum ótrúlega glöð með hana. Fannst bara leiðinlegt að skila henni síðasta föstudag og söknuðum hennar alla vikuna. Og nú er bara að taka á honum stóra sínum og vera staðföst í því að húsvenja hana og venja hana á búrið góða. Því þar verður hún geymd þegar hún er ein heima. Og svo erum við skötuhjúin bara ein í kotinu alla helgina. Drengurinn fór með nesti, nýja skó og hundinn til Ármanns og ætlar barasta að vera þar fram á sunnudag. Svo hér verður allt á rólegu nótunum. Eða sko þannnig, Fyrir utan brullupið annað kvöld. Athöfnin er reyndar ekki fyrr en hálf fimm svo hér verður bara slakað á pj´s framm eftir degi. Ahhh svo gott. En nú ætla ég aðeins að kikka á videoupptökur frá Lonni. Er orðin hans í koti langt á eftir. Verð að fara að vinna þetta upp. Gengur náttla ekki að ég stoppi dótturina í annarri hvorri settningu þegar hún ætlar að tala um þennan og hinn þáttinn. Neib...
Góða nótt og hafið hljótt.

Yfir og út krúsarknús...............................

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst ótrúlegur dónaskapur í fólki að afboða sig ekki, hvort sem um er að ræða kynningu, teiti, veislu eða hvað það er. Svo er búið að gera ráð fyrir fólki og það kemur enginn! Isss, það er sko ekkert uppeldi á svona liði og hana nú :P Ég dreg svo eiginmanninn í heimsókn til að skoða Yoko litlu :)

Nafnlaus sagði...

Hmmmm....er ðe bissí dei ekki búinn...? ;-)

Nafnlaus sagði...

Halló skvísa

Á ekkert að fara að blogga?

Kv.
Harpa

Nafnlaus sagði...

Hvað er þetta "Bissí dei" er löngu liðinn eða er líka "bissí næt". Kveðja Adda.