Ég fæ sko ekki heiðursverðlaun bloggara þessa dagana. Er eitthvað hrikalega löt við þetta. Kem nú samt hér inn daglega og les alla hina sem nenna að blogga. Ekki veit ég hvar ég væri stödd ef allir væru jafn latir og ég. Segi ekki meir. Annars búið að vera fullt að gera. Fór í æfingabúðir í Munaðarnes um helgina og oh my god. Hvílíkt og annað eins. Það er sko bara langt síðan ég hef skemmt mér jafn vel og þar. Hver bústaður var skikkaður til að vera með skemmtiatriði á laugardagskvöldið og ég hélt hreinlega að ég myndi míga á mig. Mér var orðið verulega illt í hláturvöðunum og var farin að hafa áhyggjur af því að ég gæti ekki hætt að hlægja.
Þessar voru sko hreint ótrúlegar. Og ekki voru þessar síðri.
En annars voru allir bústaðirnir með hrikalega fyndin atriði. En þessa elskur voru með flottustu outfittin. Hér er svo ein af mínum bústað.Proppsið okkar voru hattar. hehehe....En svo við snúum okkur að öðru.
Mikael minn Orri fór í nefkirtlatöku og röraísetningu í gær. Loksins eitthvað að gerast hjá þessari elsku. Búinn að vera endalaust lasinn þessi ræfill. Og í gær át hann eins og hann væri á launum við það. Hefur eiginlega ekkert borðað í 3 vikur. Hann svaf í alla nótt og er hitalaus í dag. Svo nú er bara að krossa fingur og tær og vona að þessi veikindi séu á enda. Fór svo áðan til nunnanna í Hafnarfirði og keypti fermingakerti og sálmabók fyrir drenginn. Ótrúlega flott kerti þarna og fallegar skreitingar. Svo ég pantaði bara allan pakkann hjá þeim systrum. Búin líka að panta laxin grafna og reykta. Svo þetta er allt að koma. Svo er vörutalning annað kvöld í verslun vorri. Svo mín verður að stinga snemma af af kóræfingu. Er nú ekkert voða glöð með það. En það verður svo að vera í þetta sinn. Og svo getur maður látið sér kvíða fyrir öllum helv.... hillumiðunum sem koma svo á fimmtudaginn. Óþolandi svona vesen. Eins gott að þessi matarskattslækkun skili sér til okkar neytenda. Diddinn sefur hér í lata strák með þessa líka fínu magakveisu dauðans. Búin að vera að drepast síðan á laugardaginn. Það er svo sem ekki að spyrja af því. Þetta fer að verða fastur liður eins og venjulega ef ég bregð mér af bæ um helgi. Þá veikist kall. Kanski þetta sé bara söknuður eftir mér. hehehe....Kveð að sinni
Yfir og út krúsarknús..............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Haha...ég sakna ykkar/þeirra/þín og allra bara. Hefði viljað vera þarna og sjá þesi atriði...
Þið eruð æði :)
Ólöf 1 sóprína
Það var mikið að það heyrist frá þér kona mín! Við hjónin vorum farin að halda að þú værir týnd og tröllum gefin og hreinlega hrokkin uppaf! Nei nei, þú varst bara að djamma útí sveit ;) Gott hjá þér! Svo förum við að láta sjá okkur. Ég þarf nú að drullast til þín líka og borga skuld og fá "dópið" mitt ;) Kannski ég kíki við hjá þér um helgina :)
Skrifa ummæli