fimmtudagur, febrúar 15, 2007

I like

Í þessu lífi er ég kona. ................Í næsta lífi vil ég verða
skógarbjörn.

Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa
í sex mánuði. Ég gæti lifað með því :)

Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur
á gati. Ég gæti líka lifað með því

Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við
hnetur)á
meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga
bangsakrútt. Ég gæti sko alveg lifað með því

Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara. Þú abbast upp á þá
sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá
abbastu upp á þá líka. Ég gæti lifað með þessu.

Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann
REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall
líkamsfitu.

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn ............

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég gæti sko alveg lifað með þessu líka;o)
Kv.
Dóttlan

Nafnlaus sagði...

Svoooooooooooo sammála!!! ;)