föstudagur, júlí 21, 2006

Jibbý

komið í lag. Hibb bibb bibb barbabrella. Jamm. Þegar ég kom heim frá Lonni fór ég að lesa annarra manna blog og líf. Og hvað haldiði. Haldiði ekki að mitt sé komið í lag. Eins og fyrir töfra. Lalalalalalalalalalala.......Og þar sem ég er byrjuð. Hvað finnst ykkur nú um Rock star ? I´m hoock´d on a feeling. Verð bara að viðurkenna það að það fer svona smá kjánahrollur eftir baki mínu þegar drengurinn stígur á svið. Finnst hann bara flottur. Finnst líka Dilana ferlega flott. Hárið á stúlkunni algjörlega geggjað, (ætla að fá mér svona þegar ég verð stór ) og svo er hún með hrikalega flotta djúpa (alt) og grófa rödd. Passar akkúrat í rokkið. Unglingaskrímslið búið að fara með mér í vinnuna nokkra daga. Og er bara asskoti dúlegur verð ég að segja. Kemur móður sinni á óvart. Greyið þurfti að fá innlegg í skóna. Með hælsig. Og þetta var farið að hrjá hann í fótboltanum. Svo það var skundað með hann í svona göngumælingu. Og ekki er þetta gefið. Innleggin kostuðu 11 þúsund og svo þarf hann að fá einhverja rosa góða skó og þar er annar 11 þúsund kall. Verst með Van´s skóna sem Rannveig keypti í London borg fyrir drenginn. Konan var sko ekki ánægð með þá skó. Sagði þá mjög slæma fyrir svona lappir. Minn ekki alveg á því. Svona líka köflóttir og flottir. Ég var að reyna svona smá málamiðlun. Hvað segirðu um að nota þá bara á sunnudögum. Hmmmm.. Hann var sko ekki alveg til í það. Gott að Pepperoni skórnir séu búnir, þannig að þá styttist í að þessir klárist líka. Ohhh ég er svoooo vond..... Adda drap inn auga hér áðan. Algjörlega orðið viðþolslaus í óþverranum þessi elska. Ég vann eitt smá og hún rústaði mér í því seinna. Tók mig algjörlega í rassgatið. Mér er enn illt. Æjjjjjj..... Nokkrar umræður hafa átt sér stað að undaförnu, um mig fyrir og eftir. Það er að segja kílóin sem fokið hafa. Og það er svo skrítið að fólk man ekki hvernig ég var. Segir bara, nei Gunnhildur þetta ert ekki þú. Það er að segja þegar það skoðar myndir af mér. Svo ég ákvað að demba hér sýnishorni. Versógú.....Ein fyrir
Og ein eftir. Sú fyrri tekin í september 2004 og sú seinni í júlí 2006.

Já það er ekkert smá breyting. Og það sko til hins betra. Læt gott heita í bili
Yfir og út krúsarknús................

Engin ummæli: