sunnudagur, júlí 23, 2006

Helgarfrí

já allir B-menn elska helgarfrí....... Neiiiii segi nú bara sona. Hafiði heyrt um stelpuna sem fór í mat í vinnunni í dag klukkan korter yfir tólf og lét ekki sjá sig meir. Jamm this is my life. Alltaf nóg að bralla. Kláriði mig nú alveg sko. Var annars að koma úr sextugs afmæli Diddu besta skinns. Ógó góður matur og öl með. Þau eru flutt í ógó krúttlegt hús þarna á Hvolsvelli, allt nýtt og flott. Stór pallur og ennþá stærra gras.
Og haldiði ekki að hann Halli hafi komið á litlu rellunni sinni og svifið þarna yfir vötnum, flogið í hringi, á hvolfi og vinkað okkur með vængjunum. Sit annars hér og hlusta á bilað partý hér fyrir neðan. Sonurinn algerlega að tapa sér á hávaðanum. Stappar niður fótum í gremju sinni og getur alls ekki sofnað. Kominn með hauspínu og alles. Sá á kommenti voru að Ólöfu laaaaannnnnggggggaaaaaarrrrr svooooo að skoða myndir mínar úr útilegu oss elskulega kórs svo ég skelli einni hér inn. Svona bara pínu sýnishorni handa dúllunni minni.


þarna grilluðum við Rannvegi kjúllann okkar í grenjandi rigningu í skjóli SÓLHLÍFAR. það sem við vorum kátar að þessi hlíf skyldi vera í vagni dótturinnar. Og önnur.



I´m singing in the rain....



Flufurnar sóttu meira á suma en aðra..... Semsagt ferlega góð helgi þrátt fyrir óveður. Það var sko ekkert óveður í okkar húsum eða húfum. Og svo ef þið viljið sjá myndirnar stærri þá er bara að smella á þær. Læt gott heita í bili.
Yfir og út krúsarknús.............

Engin ummæli: