mánudagur, júlí 10, 2006

Þá er geggjunin tekin við.

Bossinn farin í frí og frúin skilin eftir með allt niðrum sig. Eða þannig. Pínu skrítnir pappírar sem ráðnir hafa verði í sjoppu vora. Verð nú að segja það. Allavega hefði mér aldrei dottið í hug að haga mér svona í vinnu. Einn sendi mér sms á sunnudag og sagðist ekki komast á morgun og að hann væri búin að tala við annan sem gæti ekki komið fyrir hann og hvað ég myndi þá gera. Nú mín reyndi að hringja í gæjann en fékk ekkert svar. Bara annað sms þar sem hann tilkynnti mér að hann væri batteríslaus. Svo ég veit bara ekkert hvort hann var lasin eða eitthvað annað. Vildi svo heppilega til að þegar ég fékk þessi sms var ég stödd í vinnunni, og stelpan sem var að vinna bauðst til að koma á hádegi í dag. Ég þakkaði pent fyrir og dobblaði hana til að koma klukkan ellefu. Hún er ekki enn komin. Svarar ekki síma og hefur ekki hringt. Halló. Hvað er að þessu unga fólki í dag. Heldur það virkilega að það geti bara hagað sér eins og því hentar. Alveg greinilega. Ég hef sko engan húmor fyrir svona framkomu. Svo nú veit ég ekkert hvort þessi stúlka sé bara hætt eða bara nennti ekki að koma í dag. Arrrrggggg. Djö..... var ég fúl. En að öðru öllu skemmtilegra. Gospelútilegan næstu helgi, og eins gott að veðurguðirnir verði nú góðir við okkur. Fengum þessa líka hrikalegu rigningu i fyrra og eigum þá inni gott veður núna. Eða það finst mér allavega. Nú og þar sem ég er nú búin að lofa Ranveigu og hennar dóttur fari að þá tók bíllinn upp á því að bila. Hjólalega að gefa sig, svo honum er ekki treystandi í svona lagnför. Og mín búin að vera í hugsi, hugsi, hugsi, hugsi, hugsi leiknum. Og að sjálfsögðu bara það árangur. Lonni mín ætlar sko barasta að lána mömmu sinni bílinn sinn. Fær að hafa minn á meðan. Getur læðst á honum í heimsókn eða einhverjar svona minniháttar bíltúra. En gott að sinni. Er farin að sofa
Yfir og út krúsarknús.............

Engin ummæli: