fimmtudagur, október 30, 2003

Well,well.well. Mætt aftur. Maður verður bara háður þessu dóti. Ég get svarið það. Jæja verra gæti það verið.
Þetta er búinn að vera letidagur dauðanns. Sat eins og skítaklessa í sófanum og glápti á tivíð til klukkan að verða
4, en þá var mál til komið að klæða sig og hafa sig til fyrir söngtíma hjá MP. Fór fyrst og sótti Sillu sem var greinilega jafn löt og undirrituð, lá hálf sofandi í sófanum þegar ég kom. En hún reddaði þessu með góðu kaffi. Fékk þennann líka dásamlega steikta fisk sem bóndinn var búinn að elda þegar ég kom heim, svo ég fékk smá orku í mig og er bara búin að þvo 2 vélar, hengja upp það sem ekki má fara í þurrkarann og ganga frá því sem mátti fara í þurkið. Ferlegt vesen að ekki megi setja allt þar. Annars átti ég víst að fara á Frendtex kynnigu hjá Ásu í kvöld, en ég slaufaði því bara. Vona að hún verði ekki spæld út í mig þessi elska. Lonni og Lilja fóru báðar, svo þetta ætti að vera í lagi. God mar, að nenna að vera með þessar Frendtex kynningar, burðast með öll þessi föt endalaust á milli heimila. Nei takk ekki fyrir mig, nóg fannst mér um Tupperware dollurnar, axlirna signar að mjöðmum, að bera þessar töskur og stundum upp 3 og 4 hæðir, nei ég er hætt þessu. Nú fer ég bara að taka til í eldhússkápunum og reyni að koma þessum dollum fyrir og í notkun. Jæja nú ætla ég að kíkja á skjá 1 og sjá hvað er að gerast í Bachelor. Hverjar sýna klærnar og hverjar tárin.
Góða nótt
Sí ja

Engin ummæli: