miðvikudagur, október 29, 2003

Jæja enn einn dagur liðinn að kveldi. Bara þokkalega góður, svaf út í morgun LOKSINS. Átti frí í dag í vinnunni og á morgun líka, en svo þarf ég að vinna um helgina í staðinn. æjæjæj. Mín dreif sig í klippingu og litun í dag, og hvílík breyting. Strákurinn minn sem er 10 ára fór alveg í steik og vissi ekkert hvernig hann ætti að vera, og bóndinn sagðist þurfa að venjast þessu. hahahaha. Ég lét nebbilega klippa mig MJÖG stutt og lita það svart í botninn og vel rautt að ofan. Var nánast blondína. Jís maður, ég held að ég þurfi að fara að heimsækja vinkonur mínar oftar en ég geri. Ég fór til Guðnýar, bestu vinkonu minnar seinnipartinn í dag og hún hélt að það væri eitthvað að. Það hlyti að vera fyrst ég væri komin. Held að ég verði að breyta um lífstíl. En hvernig ætli það sé með þetta blogg, hver sér þetta eiginlega? Verður fólk ekki að hafa adressuna mína til að skoða bloggið? Ef einhver sér þetta sem ekki þekkir mig endilega látið mig vita, ef það er þá hægt.
Jæja best að fara að kíkja á spóluna sem Lonni mín tók upp fyrir mömmuna sína, Idolið og fleira.
Sjáumst, bæbæ

Engin ummæli: