þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Jæja, þá er þessari

afmælishrynu lokið. Bóndinn fyllti hálfan tug á sunnudaginn. Mikael Orrin minn varð þriggja ára í gær og frúin sjálf varð tuttugu og sjö í dag. Til hamingju við öll. Áttum voða fínan dag hér á sunnudaginn. Vorum með opið hús og hér kom fullt af skemmtilegu fólki. Konan búin að standa hér á haus og baka brauð og meira brauð. Búa til salöt og baka fjall af pönnsum. Og hef nú formlega tekið þann titil að mér að vera pönnsu maestro. Hef sko aldrei baka pönnsur áður, fyrir utan einhver tvö skipti hér um árið. Kanski svona í kringum 1980. Og hef sko bara baka vöflur síðan. En núna vildi bóndinn pönnsur og ekkert múður. Æddi eins og vitlaus maður inn í Húsasmiðju á laugardaginn og keypti eitt stykki pönnukökupönnu, versogú. Og þær tókust líka svona glimrandi vel. Alveg ekta svekta. Afmæliskaffi hjá lilla manninum í gærkvöldi. Svona fyrir afa og ömmur. Og lék drengurinn á alls oddi. Söng manna hæst afmælissönginn og klappaði ákaft fyrir sjálfum sér þega hann hafði blásið á kertið. Og það þurfti sko að kveikja þrisvar á kertunum og blása þrisvar áður en hann gat borðað sneiðina sína. Ótrúlega krúttlegur þessi elska. Og svo STÓRA fréttin. Frúin hefur loks eignast litla sæta kaffihúsið sem hana hefur langað í í bara ÞRJÚ LÖNG ÁR. Bingo vinningurinn góði var notaður og gaf bóndinn mér á ammilisgjöf það sem upp á vantaði. Liggaliggalái. Svo vinir mínir nær og fjær. Þig eigið sko von á góðu kaffi næst þegar þið rekið inn nefið. Sillan mín kom svo hér í kvöld og erum við búnar að kjafta frá okkur allt vit, eins og okkar er von og vísa. Svo er nú aldeilis farið að styttast í Kanada ferðina góðu. Bara rúm vika. lalalalalalalalala....... Oh það er svo gaman að vera ég...... Setti inn link á enn eina myndasíðuna. Er alltaf að leita að góðum hýsli fyrir þetta dót. Sé til hvernig þetta virkar. En nóg í bili

Yfir og út krúsarknús....................

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hurru 'skan,
fyllti kallinn ekki aðeins meira en hálfan tug, hmmm?
Og já elsku mamma mín, kaffið úr kaffihúsinu þínu er sko bara gott, við erum sko bæði sammála um það hjónaleysin.
Knús á þig þangað til næst;o)
Bumbudóttlan þín

Lady Lilja bloggar sagði...

Til hamingju með din lille kaffehus (já þetta er mín útfærsla á dönskunni, þarf ekkert að leiðrétta það) :D Verð svo endilega að kíkja í gott kaffi til þín. Takk fyrir allan baksturinn fyrir ammæli litla mannsins míns, brauðið kláraðist næstum allt get ég sagt þér.. & pönnsurnar algjört æði, Baldur þeytti sér auka rjóma daginn eftir svo ekkert færi til spillis :)
Knús á alla... c u soon..Liljan litla...