laugardagur, maí 26, 2007

Bissí dei.

Jebb alltaf brjál að gera á þessum bæ. Ekki að spurja að því. Fór náttla að vinna í morgun eins og lög gera ráð fyrir. Var samt bara að vinna til hálf eitt. Og þá var sonurinn komin til mín. Við skunduðum sem leið lá í Kópavogin í klipp og lit. Já það var aldrei að mín breytti um háralit. Nú er frúin bara hreinlega orðin svarthærð. Já ég legg bara ekki meir á ykkur. Ekki átti þessi litur að vera svona. O nei. Hann átti meira að segja að vera með smá rauðum blæ. Hér er sko engin hans í koti blær. Bara svart. Eins og dimmasta nóttin. Leit svo náttla út eins og kríuskítur dauðans í framan með þessa svörtu umgjörð, svo nú verð ég bara að vera dúlega að púðra á mér nefið. Svo í Smáralindina í Líf og list að kaupa brullupsgjöf handa sæta frænda honum Halla og hans verðandi frú. Þau gifta sig á morgun. Oh mér finnst alltaf svoooo gaman í brullupi. Fæ alltaf strumpabólur og tár á kinn. Anyways. Svo bara brunað heim á hundrað og sjö því drengurinn var að verða of seinn á æfingu. Hann rétt náði. Síðan fór ég að taka til í Miranda´s töskuna. Kynning í kvöld hjá Siggu vinkonu Sillunar minnar. Og hún var sko ekkert að skafa af því kellan. Hringdi í einar tólf konur. Flott skyldi það vera. The big sale my darlings. ÞAÐ MÆTTI EIN. Halló. Og bara þrjá afboðuðu sig. Endemis dónaskapur í þessum kellum. Og þessi eina sem mætti var móðursystir gestgjafans og sennilega einhversstaðar á milli áttatíu-níutíu ára eða svo. Hefur aldrei á ævinni sett krem í anlitið né nokkur farða. Bara kalt vatn. Það er best. En gamla var sko ekki af baki dottin og ákvað það að nú væri sko komin tími til að gera eitthvað fyrir sjálfa sig og verslaði sér krem, hreinsigelið og tannkrem. Líst vel á svona konur. Hún var bara krúttleg og sæt. Svo erum við líka búin að versla okkur ferð til Canada í ágúst. Förum þangað með strákúst þann þrítugasta og komum heim aftur sjötta september. Afmælisdagur móður minnar by the way. Yoko er komin til að vera. Nú fer hún ekki aftur eftir helgina. Við erum ótrúlega glöð með hana. Fannst bara leiðinlegt að skila henni síðasta föstudag og söknuðum hennar alla vikuna. Og nú er bara að taka á honum stóra sínum og vera staðföst í því að húsvenja hana og venja hana á búrið góða. Því þar verður hún geymd þegar hún er ein heima. Og svo erum við skötuhjúin bara ein í kotinu alla helgina. Drengurinn fór með nesti, nýja skó og hundinn til Ármanns og ætlar barasta að vera þar fram á sunnudag. Svo hér verður allt á rólegu nótunum. Eða sko þannnig, Fyrir utan brullupið annað kvöld. Athöfnin er reyndar ekki fyrr en hálf fimm svo hér verður bara slakað á pj´s framm eftir degi. Ahhh svo gott. En nú ætla ég aðeins að kikka á videoupptökur frá Lonni. Er orðin hans í koti langt á eftir. Verð að fara að vinna þetta upp. Gengur náttla ekki að ég stoppi dótturina í annarri hvorri settningu þegar hún ætlar að tala um þennan og hinn þáttinn. Neib...
Góða nótt og hafið hljótt.

Yfir og út krúsarknús...............................

fimmtudagur, maí 24, 2007

Halló.

Júbb, ég er á lífi enn. Bara eitthvað endalaust andlaus í Þessu bloggi þessa daganna. En margt að gera og svona. Vantar ekkert upp á það. Sko. Fór síðustu helgi á Grundarfjörð og tók þátt í Íslandsmóti í Óþverra. Jebb ýmislegt sem mar tekur upp á. Kemur svo sem engum á óvart að Adda vann mótið. Kom heim með tvær medalíur. Gull og silfur. Legg ekki meir á ykkur., Svo er mar bara að vinna og sona. Fíla mig ferlega vel uppi á skrifstofu. Væri bara til í að fá vinnu þar allann daginn. Aldrei að vita hvað gerist í haust þegar þessu tilraunaverkefni lýkur formlega. Verð bara að gera í því að gera mig ÓMISSANDI. You know. Svo kemur prinsessan núna um helgina alfarið. Hlökkum öll til að fá hana alveg. Fannst frekar leiðinlegt að skila henni á sunnudaginn síðasta. Algjört krútt þessi tík. hehehe.... Sillan mín kom hér í kvöld með filmurnar langþráðu. Sem by the way eiga að fara í gluggana hjá mér. Ekki tókst betur til en svo að fyrsta filman sem tekin var upp var rifin upp á vitlausri hlið. Ónýt. Svo eldhúsgluggafilman. Textinn þar fór allur í mess. Ónýt. Gátum sett í tvo glugga á ganginum slysalaust. Jibbý. Svo baðglugginn. Hann eiginlega sló öll met. Skipaði Erni að fara inn á bað og rífa þessa ógeðslega ljótu filmu úr glugganum, hann þóttist ekkert vita hvað ég meinti. Svo Silla fór með honum til að sýna honum hvað hann ætti að gera. Og viti menn. Það er sko engin hans í koti filma í gluggadýrinu. Neibb. Þetta er hamrað gler. Forljótur hans í koti. Verð að drífa í að brjóta hann svo ég geti með góðri samvisku farið og keypt nýtt til að líma flottu filmuna á. En að ég tæki eftir þessu þegar ég mældi fyrir filmunni. O nei. Alveg blind á öllum fjórum. Fann þetta hrikalega flotta myndband áðan. Mæli með því að þið horfið og hafið hátalarana í botni. Góða skemmtun.

Geðveikt

Allavega hafði ég obboslega gaman að þessu. En nóg í bili elskurnar.
Elskiði friðin og strjúkið kviðinn.

Yfir og út krúsarknús..........

sunnudagur, maí 13, 2007

Enn og aftur að koma mánudagur.

Meira hvað þessar helgar fljúga frá manni, og ekkert verður úr neinu. Erum búin að vera með Yoko alla helgina og skiluðum henni aftur seinnipartinn í dag. Fannst það nú frekar leiðinlegt. Hefði alveg verið til í að hafa hana bara áfram. En það er ekki að ganga fyrr en skólanum lýkur hjá Erni. En eins og ég sagði áðan er tíminn svo fljótur að líða, þannig að ekki þurfum við að bíða lengi. Búin að þurrka upp ansi marga pissupolla og taka upp nokkrar kúkalengjur og sturta í klóið. Mikið sem ég verð glöð þegar hún verður orðin húsvön. Annars held ég að hún sé búin að velja sér sinn uppáhaldsfélaga hér á þessum bæ. Eltir Örn á röndum hvert sem hann fer hér innan veggja heimilisins. Gaman að því. Hann er sko ekki ósáttur við það. Er annars frekar andlaus þessa stundina. Nenni ekki meir.

Yfir og út krúsarknús.....................

föstudagur, maí 11, 2007

Evrovision

Alveg komin með upp í kok af þessu dæmi. Nú er ég bara hætt að horfa. Nenni þessu ekki lengur. Held að það sé komin tími til að hafa tvær keppnir. Eina fyrir vestur og aðra fyrir austur. Annars er allt fínt að frétta héðan úr vesturbænum. Á enn eftir að ganga frá svona smádrasli. Nenni því bara engan vegin. En það hlýtur að koma að því fyrr en síðar. Var sko alveg ógisslega dúleg í vinnunni í morgun. Tók kælirinn á bak við í nefi. Skúraði, skúbbaði og þreif hann hátt og lágt. Meirað segja svo lágt að ég lá á fjórum og skúbbaði gólfið með grófum svampi og gluggasköfu. Hef bara aldrei séð hann svona flottann. En sjálfsagt verður það ekki lengi. Ótrúlegt hvað þessir krakkar ganga illa um. Er sko bara ekki að fatta það. Stefnan á morgun sett á það að fara í dýraverslun og versla búr handa Yoko, og kannski líka sæta rauða hálsól. Og svo að ná í hana í helgarheimsókn. Við komum ekki til með að taka hana alveg fyrr en Örn er búinn í skólanum. Ekki hægt að skilja svona lítið kríli eftir eitt heima allan daginn. Jebb hún skal heita Yoko. Hvernig finnst ykkur það. Er það ekki bara soldið flott. ha. Mér finnst það. Og maður á alltaf að segja eins og manni finnst. Svo hefur vinna mín breyst aðeins. Núna er ég í búðinni til hálf eitt, fer þá í mat og svo upp á skirfstofu eftir hádegið. Það er sko bara gaman að því. Er alveg að fíla þetta í botn. En þetta er bara tilraunaverkefni sem stendur í fjóra mánuði eða fram til 1sta september. Svo kemur bara í ljós hvernig framhaldið verður. Vonandi að ég fái þá bara vinnu allan daginn á efri hæðinni. Annars gefur þetta mér líka reynslu sem ég get sett í sivið mitt. Hef þetta ekki lengra að sinni.

Yfir og út krúsarknús......................

sunnudagur, maí 06, 2007

Heimsókn prinsessunar.

Jebb. Litla sæta prinsessan kom í heimsókn í dag. Held að það sé öllum orðið ljóst hér á þessu heimili að hún sé komin til að vera. Hún er algjört beauty.
Ótrúlega sæt.Og eins og öllum litlum börnum þótti henni voða gott að totta snuddu. Greip hana glóðvolga þegar Þórunn Emilía missti hana í gólfið.
Gæti bara étið hana. Veit svo ekkert afhverju textinn hér fyrir ofan kemur eins og ég sé að setja inn link. Alveg sama hvað ég reyndi ég gat bara ekki lagað þetta. Undarlegt. Allavega er bara allt gott að frétta úr vesturbænum. Höfum það hrikalega gott hér. Var með Mirandas kynningu á föstudagskvöldið fyrir 2 alt Gospelsystra. Fengum okkur osta og smá rautt með. Notalegt kvöld með góðum systrum. Svo er litla lúsin hún Þórunn hér í nótt. Foreldrarnir í þrítugsafmæli með Diskó þema. Örugglega gaman að því. En nú ætla ég í ból bjarnar.

Yfir og út hundaknús......................

þriðjudagur, maí 01, 2007

Uppþvottavélin

myspace generators

myspace generators




Þvílíkt og annað eins. Lúxus dauðans. Búin að halda saumklúbb troða öllu draslinu í uppuna og hviss bamm búmm. Sést ekki að ég hafi verði með 7 konur í kaffi og með því. Og svo má nú ekki gleyma því að ég held barasta að leirtauið mitt og hnífapörin hafi bara aldrei verið eins hrein og glansnadi. I love it. Jebb eins og þessar línur gefa til kynna þá hefi ég eignast uppþvottavél í fyrsta sinn. Skil bara ekkert í mér að vera ekki búin að fjárfesta í svona græju miklu fyrr. En æjæj. Varð litið á klukkuna og er farin að lúlla

Yfir og út krúsarknús..............