Jabb. Nú fannst syninum og bóndanum komin tími til að telja skópör konunnar. Var að draga úr sokkaeign minni með sögum af Ólöfu stelpukjána sem átti fyrir ári síðan 89 skópör. Bóndinn hefur stundum gert grín að frúnni og sagt að hann þurfi að kaupa sér íbúð fyrir veskin mín og skóna mína. Þannig að, Örn fór og taldi skóna. 16 pör taldi hann og þá var ég búin að sannfæra hann um að ekki þyrfti að telja með litlu sandalatöflurnar sem verslaðar voru á Portó í sumar. hehehe.... en ég á ferna svoleiðis og svo eina sem ég keypti í Italíu í sumar. Svo í heildina eru þetta þá 21 pör. Svo henti ég tveimur hér í skápatiltektinni. Úff púff. Hvað skildi vera talið næst. Nærur eða hvað. Mér er bara spurt. En svo að allt öðru. Kóræfing í kvöld og var þetta síðasta skiptið sem Bára Gríms verður með okkur. Og O.M.G. ég er sko ekki að ná þessu Angels lagi hennar. Hrikalega erfitt. Hjúkk mar. Ég er sko ekkert að grínast með það að ég var orðin sveitt undir lok æfingarinnar. En æfingabúðir framundan svo þetta hlýtur að koma þá. Eða það ætla ég að vona. Annars er mín bara í vondum málum. Lonni kom hér við í kvöld með Ásu mina. A.K.A hálfdóttir mín. Hún er alveg að springa úr hamingju í sveitinni þessi elska. Yndislegt að henni líði svona vel þarna. Hélt að hún væri sko borgarbarn fram í fingurgóma. En nei. Bara smábæjargella eftir allt saman. Læt þetta duga í bili.
Yfir og út krúsarknús...............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég tel mig nú svei mér þá eiga bara nokkuð góðan þátt í því hvað þú á mörg skópör og aldrei að vita nema ég geti komið fleirum á þig. She.
hehehe... Það var líka tekið fram í þessari umræðu hér í kvöld að Silla væri svo gjafmild við mig. Og ég gæti sko bara ekkert af þessu gert. Ekki segi ég nei við góðu skópari.
Blogstýran sjálf.....
Þið eruð bara í talningafíling þessa dagana ;) Ég held að ég hafi aldrei átt geðveikt magn að einhverju en ég man að mamma átti alltaf geðveikt mikið af naglalökkum og varalitum. Ég lagði aldrei í að telja þetta ;) Hún á eflaust dágóðan slatta núna líka...some things never change ;)
skónum mínum fer BARA fjölgandi hjá mé :S hehe...
er ég orðin bara heimsfræg fyrir skómagnið mitt ???
kv Ólöf the stelpukjáni
Skrifa ummæli