mánudagur, nóvember 24, 2008
Jólin eru að koma
Jebb. Mig er farið að hlakka til jóla. Þrátt fyrir kreppu og samdrátt buddunar. Bara það að eiga góðar stundir með familý og vinum. Það er reyndar búið að vera bilað að gera hjá mér, eins og kannski sést á bloggleti konunnar. En svona er það bara. Jólatónleikarnir næsta laugardag og svo bara jóláfrí í kórnum. Held að við höfum aldrei verið búnar svona snemma. En það er sko bara fínt. Svo síðast en alls ekki síst. Sólsnípurnar eru að fara að slá í gegn. Bara gaman að þvi. Semst bara gaman saman.
miðvikudagur, nóvember 05, 2008
Útskýringar geta stundum orðið soldið snúnar.
Hjón nokkur voru búin að vera gift í 20 ár.
Alltaf þegar þau nutu ásta heimtaði maðurinn að ljósin væru slökkt.
Eftir 20 ára hjónaband fannst frúnni þetta vera fáránlegt.
Henni datt í hug að nú skildi hún venja mann sinn af þessum vana.
Eina nóttina, þegar þau voru í miðju kafi, í eldheitum "argandi" ástarleik, kveikti hún ljósin.
Hún leit á manninn sinn og sá að hann hélt á verkfæri sem gekk fyrir batteríum.
Víbrator! Mjúkum, yndislegum og mun stærri en alvöru.
Konan varð algerlega brjáluð. "Þú getulausa kvikindi," öskraði hún á hann, hvernig gastu logið að mér öll þessi ár?
Það er eins gott að þú útskýrir þetta fyrir mér!
Eiginmaðurinn lítur beint í augu konu sinnar og segir mjög rólega:
"Ég skal útskýra leikfangið . . . en þú ættir að útskýra börnin."
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)