sunnudagur, september 23, 2007

Flensa

Jebb, konan búin að vera með fja..... flensu þessa vikuna. Byrjaði ekki vel eftir sumarfrí. Mætti til vinnu á mánudaginn, aftur á þriðjudaginn og svo ekki söguna meir. Helltist yfir mig eins og flóðbylgja á svona klukkutíma á þriðjudagskvöldið. Bara alltíeinu. Beinverkir dauðans, hiti og læti. Og ekki nóg með það heldur helvítis blöðrubólga líka. Vaknaði á miðvikudagsmorguninn eins og nírætt gamalmenni. Gat mig varla hreyft. Búin að sitja á postulínu með tárin í augunu og stappa niður fótum á meðan lak á fimm mínútna fresti. Skemmtileg. Finnst ykkur ekki. Ömmingja Bossin. Sko vinnu bossinn. Sjálfsagt búinn að standa einn alla daganna. Og mín búin að hafa þvílíka mórall. But what can you do. I ask.. Var sko ekkert glöð að missa af kóræfingunni. Má sko ekki við því. Erum að fara að flytja þetta líka rosa verk í nóvember og kann sko ekkert í því. Missti líka af æfingumun í vor þar sem var farið í þetta vegna fluttninga og fermingar. Oh my god. En anyway´s. Héldum hér heljarinnar partý í tilefni hálfrar aldar afmæli bóndanns þegar við komum frá Kanada. Þvílíka stuðið. Síðustu gestirnir skriðu héðan út klukkan að verða sex á sunnudagsmorgninum. Læt fylgja hér nokkra myndir með.

Silla var uppáhalds gestur kvöldsinns. Mætti hér í hinum eina sanna.


Bræður sungu og Dóri og Þóra hlusta andaktug....

Við hjónakornin sæt og glöð
Svo vil ég bara benda ykkur á flikcrið hér til hliðar á síðunni og þar getið þið séð fleiri myndir.
Stóra surprisið í þessari veislu var hann Egill frændi. Dettur hér inn um dyrnar um miðja nótt. Var hér í vinnuferð, alla leið frá Aussi. Hrikalega gaman að sjá hann...
Meira síðar.
Yfir og út krúsarknús.

Engin ummæli: