Jamm ekki er öll nótt úti enn. Bloggari dauðans mættur aftur á svæðið. En málið er bara að veðrið er algjört nammi. Mar er náttla enn að vinna. Ætla aldrei, aldrei, aldrei aftur að taka sumarfríið mitt svona í bútum aftur. Verður ekki neitt úr neinu. Dagur hér og dagur þar. Neibb. Næsta sumar verður bara farið í frí og hana nú. Erfðaprinsinn fór til Spánar í morgun með boltanum. Strax farin að sakna hans. Svo var hann svo óheppinn þessi elska að tína seðlaveskinu sínu. Var með átta þúsund í því og keypti sér snæðing í stöð Leifs heppna. Ekki mikil heppni þar á ferð. Veskið sennilega dottið úr vasa drengsins og tæpar sjö þúsund í vasa einhvers annars sem þá má segja að sé heppinn. En hann var nú heppinn að vera ekki með allan peninginn á sér. Hér hefur átt sér stað kraftaverk í garði vorum. Móðir mín hefur verið algjör hampfleyta hér og rifið arfa, reitt gras, klippt tré ásamt trémanni sem auglýsir þjónustu sína í fréttablaði landsmanna. Fékk meiraðsegja aflsátt. Hún var svo mikill handlangari. Nenni svo sem ekkert að segja frá kórpartýi okkar systra Gospeldætra. Annað en að það var hrikalega gaman. Partý haldarinn góði verður svo fimmtug núna í júlí og er oss boðið þangað. Aftur gaman, gaman. Skildi Silla sofa það af sér. Neiiii, ég bara segi sona. Fyrrnefnd bauð mér í grill og pott. Fékk þessa líka dýrindis nautasteik og gúmmelaði með. Yoko fékk að fara með og hitta tilvonadin hvolpafaðir sinn. Tilvonadi hvolpafaðir var nú orðin ansi þreyttur á þessum látum í litla barninu. Enda orðin tveggja ára ráðsettur hundur. Hann sýndi þó afbrýðissemis takta ef pabbi John klappaði barinu. Leits bara ekkert á það. Enduðum pottferðina á að taka Yoko í pottin og þvo henni. Og urðum það vitni að alvöru hundasundi. Henni líkar ágætlega í pottinum eins og uppeldis móður hennar. Fínasta kvöld og mikið spjall. Sem svo sem aldrei vantar þegar við hittumst. Tölvuskjárinn minn dó tölvudrottni sínum, hér um daginn. Diddinn fór og keypti nýjan í dag. Jibbý jey. Ætlaði að stelast til að blogga í vinnunni um daginn en komst ekki inn. Gat ómögulega munað passwordið mitt. Spurning um að fara að halda utan um öll þessi aðgangsorð sem tölvudýrið geymir. Það yrði ljótt ef hún dræpist líka. Oh my god. En nú er mál að linni. Mikael minn Orri er að lúlla hjá ömmu sinni og er enn vakandi. Komin tími til að slá hann í svefn.

Kem fljótlega aftur. Agú....
Yfir og út krúsarknús..........