miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Farið að styttast í langt helgarfrí

Og mikið sem mig hlakkar til. Ætlaði nú að krúsa í tjaldinum mínu fína á Laugarvatni hjá Guðnýju og Sigga. Fer nú alveg að hætta við það. Rok í boði veðurguðanna borið fram með ringningu. Svo ætli mar verði bara ekki að sníkja sér fleti á gólfi fortjaldsins. Langar allavega ekki að hanga hér í bænum, spúsinn að vinna og allir hinir farnir úr towninu. Var að horfa á Supernova. Og ég verð nú bara að segja það að það er sko ekki alveg allt í læ með mig. Fékk sko bara kökk í háls og tár í auga þegar Magni horfði á videoið af syninum. Og svo aftur þegar gæjarnir sögðust ætla að bjóða familýjunni út til hans í heimsókn. Ohhh mar verður eitthvað svo mjúkur og melló með aldrinum. En þegar þar að kemur að ég fer að grenja yfir auglýsingum þá sel ég sjónvarpið. Verra verður það nú ekki. Halló halló. Ég segi nú ekki meir. Annars er þetta nú altilæ á meðan ég verð ekki eins gleymin og kellingin sem hringdi í búðina í vikunni og kvartaði undan kjötfarsinu sem hún keypti kvöldið áður hjá okkur. Frá GOÐA. Jebb. Við seljum ekki vörur frá Goða. Ekki eina einustu. Og ég alveg, ertu alveg viss um að þú hafir keypt þetta hjá okkur. Já, já. Ég versla hvergi annars staðar en í 10-11 Garðabæ. Og ég. Já það er nú frekar skrítið því að við seljum ekki vörur frá Goða. Og hún, hvað heldurðu ekki að ég viti ekki hvar ég versla. Og ég, jú jú, en...... Heyrðu ég er með kvittunina og það var ung stúlka sem afgreiddi mig (passar hún er 14). Svo ég náttla bauð frúnni að koma með miðann og hún já takk ég kem á eftir. En hún hlýtur að búa svakalega langtíburtistan því hún er ekki enn komin 2 dögum seinna. Sumt fólk á sko bara bágt. Jæja best að fara að skríða í bælið, loka augunum og bjóða Óla Lokbrá velkominn og vona að hann færi mér fagra drauma.
Yfir og út krúsarknús.....................

Engin ummæli: