mánudagur, júní 12, 2006

Jæja þá er afmælisveislan afstaðin.

Og tókst bara nokk vel. Karrý kjúllinn hennar Sillu minnar alveg ótrúlega góður. Mæli sterklega með honum. Hér kjömsuðu allir af mikilli innlifun. Bakaði svo ferlega góða svona ekta súkkulaði köku, algjört lostæti. Uppskriftin er hér . Mæli sko líka með henni. Svo náttúrulega skreytti ég hana af hjartans list og svona leit hún út, og vakti mikla kátínu viðstaddra.
Gerði reyndar tvær svona kökur og skrifaði á hina ÁFRAM KR. Drengurinn bara voða ánægður með daginn sinn. Alltaf jafn sætur þessi elska. Kóræfing í dag, morgun og hinn. Er algjörlega að detta í feitan Ítalíu gír. Er farið að hlakka hrikalega til. Svo er ég alltaf að græða. Það er nú meira hvað ég þekki góðar konur. Sillan lét mig hafa skó sem ég átti að ganga til fyrir hana. En ég gat ekki séð að ég gengi þá neitt til. Smellpassa mér. Svo hún sagði að ég skyldi bara eiga þá. Nú svo þegar ég kem í dag á æfingu, var svona frekar í fyrra fallinu. Þá kemur Heiða til mín og spyr númer hvað ég noti af skóm. 38 segi ég. Dregur hún ekki þá líka þessa ferlega krúttlegu skó upp úr tösku sinni og lætur mig máta. Og hvað haldið þið. Smellpassa. Svo þar græddi ég aðra og á bara að bjóða henni í glas úti á Ítalíu í staðin. Ekki slæmt fyrir skósjúklinginn mig að græða svona. Ahhhh, það er sooooo gaman að vera til. En nú er ég farin í sturtu
Yfir og út krúsarknús....................

Engin ummæli: