föstudagur, júlí 21, 2006

Geðheilsan batnandi fer

Þarf svosem ekkert að hafa stórar áhyggjur af frúnni. Vinnan öll farin að ganga betur. Er svona að finna taktinn. Tekur bara smá tíma. Finnst þetta miklu skemmtilegra jobb en það sem ég er í alla jafna. Hálfpartin kvíði fyrir því að kallinn komi aftur og mín föst á kassa að eilífu amen. Fékk góða konu sem kom og leiddi mig í mesta sannleikann um jobbið. Meira en sumir gerðu. Og svo var nú farið í Gospel útileguna frægu síðustu helgi. Og oh my god. Hvílíka rigningin. Héldum samt út í tvær nætur. Þökk sé tjaldvagni þeirra Lilju og Baldurs. Var hann samkomuhús helgarinnar. Heldur léleg mæting eins og í fyrra. Við vorum sex úr kórnum og tvö börn. Hmhmhmhm... Annað en Léttur vorar. Áttatíu manns takk fyrir takk. En það er svona. Skil engan vegin þessa hræðslu við vatnið sem að ofan lekur. Bara hreinsandi. Annars sit ég núna hjá Lonni og blogga. Browserinn minn eitthvað að stríða mér. Segir bara sí sona að slóðin að mínu eðal bloggi sé ekki til og finst þar af leiðandi ekki. Held að ég verði að fá Stebba tölvukall í heimsókn eina ferðina enn. Er ekki að skilja allt þetta vesen með mig og mína. Læt gott heita í bili. Og Jóna mín það er komin tími á kaffispjall. Er þaggi.
Yfir og út krúsarknús..............

Engin ummæli: