þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Og nu er min mann skideful.....

Nei, nei, bara jok. Rett ad lata vita af mer. Erum buin ad labba Kaupmannahøfn enda a milli. Drekka ansi mikinn fad øl. Mmmm... Misstum reyndar af morgunverdi hotelsins i morgun. Diddi var svo snidugur ad stilla klukkuna i simanum og gleymdi ad færa klukkuna fram um tvo tima. Hann er svo sneddi. Buin ad hitta Jonas lika og hann baud okkur i mat annad kvold heim til sin. Ekki slæmt tad. Hann er nu ekki meistarkokkur fyrir ekki neitt. Bordudum i gær a stadnum sem hann vinnur a. Hansens gamle family have. Hrikalega godur matur. Er eiginlega farin ad ottast tad hvernig vid hjonin munum lita ut er vid lendum a okkar ylhyra aftur. Og svo koma bornin min stor og sma a fimmtudaginn og ta byrjar ballid fyrst af alvoru. Ekkert afslappesli ta. Tivoli, Legoland, Bakkinn og dyragardurinn.
En ekki meir ad sinni. Ordin frekar treytt a ad vanda mig vid tessi skrif, tvi her eru engi islenskir stafi, svo eg geri litid annad en ad leidretta.
Knus i krus..............

mánudagur, ágúst 23, 2004

Denmark nu kommer jeg........

Ja, nu skal vi resje til Denmark i morgen tidlig. Jeg skulle bare lige sige farvel og kan i har det godt her oppe pa Island til jeg kommer igen. Ok, nóg af þessari dönsku. Bara að kveðja, aldrei að vita nema mar komist í tölvu í útlandinu og færi inn nokkrar fréttir. Fórum að sjálfsögðu að kveðja litla ömmukútinn og ég held að ég verði bara alltaf meira ástfangin af þessari elsku. Hann er voða góður og duglegur að taka brjóstið hjá mömmunni sinni.
Bæ,bæ
knús í krús................ Mermaid






sunnudagur, ágúst 22, 2004

Spennufall

Já ég held að ég hljóti að hafa verið í einhverskonar spennufalli í dag. Var svona fljótandi, syndandi og hafði ekki dug í nokkurn hlut. Pabbi og mamma komu hér með þessar líka dásamlegu rósir í tilefni afmælis okkar hjóna. Verst að við fáum ekki notið þeirra nógu lengi, því nú tekur Danmörk við okkur um hádegi á mánudag. Danish FlagSkruppum í dag þegar spúsinn var búinn að vinna í Smáralindina að kaupa í skólann fyrir drenginn og í þá verslun er Íslendingum þykir hvað skemmtilegast að versla í, og versluðum þar nokkra boli á undirritaða. Bóndinn sagðist ekki fara með mér í utanlandsferð og mín gangandi í gömlum vinnubolum merktum Select. Skil bara ekkert í honum. Þessir líka fínu bolir. The Speaker Is Grinning Og aldrei slíku vant fann ég bara þrjú stykki sem hentuðu mér. Veit ekkert leiðinlegra en að kaupa mér föt. Hafið þið heyrt þennann áður? Örugglega ekki. Svo þegar við löbbuðum framhjá ungbarnadeildinni hreinlega skransaði ég. Og ég sem ætlaði sko ekki að kaupa neitt fatalegt á drenginn, hann á svo mikið. Endaði samt með því að ég keypti einn náttgalla og svo að sjálfsögðu varð Örn Aron að kaupa einn líka og fékk að velja sjálfur. Og hann var svo glaður með það, hann er hreinlega að springa úr monnti með litla gaurinn. Finnst hann SVO sætur. Svo til Dóra að sækja smá drykkjarföng fyrir Sigga og Guðný og svo til þeirra. Og það sem þau eru búin að lyfta mörgum Grettistökum í þessu húsi og það alveg ein. Tekur því ekki að nefna þetta ponsulitla sem ég hefi lagt þar að mörkum. Nóg er samt til af börnum þeirra 6 stykki og ég verð að segja það að ég bara á ekki til orð. Þau hafa nákvæmlega ekkert lagt af mörkum. Fussu svei. Sæi mig ekki í anda hanga heima og dúlla mér á meðan foreldra mínir stæðu í svona stórræðum. En, svona eru börnin í hnotskurn í dag. Hafa fengið allt upp í hendurnar og dettur sko ekki í hug að gefa eitthvað til baka. WhoaEn nóg um það. Fórum svo til Lilju og Bildurs að kíkja á prinsinn. Þau eru komin heim með hann. Ohhhh. Hann er æði. Svo sléttur og fínn. Leila(hundurinn þeirra) þarf mikið að skoða þennann nýjasta fjölskyldumeðlim. Og þegar sá stutti grætur, grætur hún með honum. Og þegar við tókum hann upp þá snusaði hún svo í kringum okkur og þurfti að þefa af honum. Dog 5 En þau voru orðin ansi þreytt þessi nýbökuðu. Bildur hefur ekki sofið síðan við fórum á deildina í gær og Lilja sat í hálfgerðri þoku í sófanum. Vona svo sannarlega að sá stutti verið góður við pabba og mömmu og sofi vel í nótt. Komum svo heim að verða ellefu og minn maður datt strax í bælið og hrýtur nú eins og ég veit ekki hvað. Eins gott að hann sofi ekki Danmörk af sér. Búinn að vinna svo brjálæðislega í allt sumar. Hefur ekki átt einn frídag síðan 5 júli og vinnur svona 12 til 15 tíma á dag. Exploding Copier Það er annað en ég. Búin að vera meira og minna í húsmæðraorlofi í allt sumar fyrir utan nokkrar vaktir sem ég hef tekið. Washing Dishes Jamm hef svona frekar verið í fríi frá svona húsverkum. Enda engin ástæða til að ég sé í verkum. híhíhí.....Kallinn að vinna á morgun til sex og ég verð heima að þvo og þvo svo allt sé nú tilbúið fyrir ferðina góðu. Þarf líka að pakka fyrir Örn Aron. Vil gera það sjálf, svo það verði almennilegt. Sorry Lonni mín. Blushy Get ekkert að þessu gert. Búin að þrífa hér allt út úr dyrum, þoli ekki að koma heim úr fríi og allt í drasli og skít.. Hate it. Eins gott að Lonni og Boldur gangi vel um hér þessa daga sem þau verða hér. Og svo koma þau út með Erni Aroni og það held ég að við mæðgur eigum eftir að skemmta okkur í Tivoli og Bakkanum. Báðar spennufíklar af verstu gerð. Svo ætlum við Boldur að fara saman og fá okkur tatto. hehehe. Tattoo Artist Ógeðslega verðum við flott. Me and my son in law.
Held að ég láti þetta duga í bili.
Knús í krús....................... It's Over 1




laugardagur, ágúst 21, 2004

Ég er orðin amma, liggaliggalái

Já nú er hann kominn þessi elska. Og hann er algjörlega hreint yndislegur. Kom í heiminn klukkan 17.40 og mældist tæplega 14 og hálf mörk og 53.50 cm að lengd. Og OMG þvílík upplifun. Ég er búin að vera í þvílíkum tilfinningar rússíbana í dag að það hálfa væri sko hellingur. Horfa upp á "barnið" sitt "þjást" var alveg að fara með mig. Og svo kom þessi týpíski pirringur. Allt fór í taugarnar á þessari elsku. Sama hvað var. Og svo að SJÁ drenginn koma út. Ég fór sko bara að grenja. Og skalf eins og lauf í vindi. Sat svo aðeins með hann og horfði á hann og þá komu bara tár í augun á mér. Þetta er einhver yndislegasta upplifun sem ég hef átt. Og geymi hana í hjarta mér um ókomin ár. Úff mar, nú er ég orðin frekar væmin. En svona er þetta bara. I Love You BannerÉg fylltist þvílíkri ást til þessa litla kraftaverks. Ég verð næstum því klökk bara að skrifa þetta hér. Hjúkk. Annars er ég búin að setja inn helling af myndum, smá vandræði samt að barnalandi, á eftir að minnka nokkrar. Og nú bara verðið þið að fara strax og kíkja og skrifa í gestabókina. ÉG SAGÐI NÚNA STRAX. Nei, bara djók.... Skrapp aðeins til Guðnýjar og Sigga að monnta mig með eins og 4 myndir og svo til Olgu. Og nú er sko að koma tími á ból hjá mér. Orðin ansi þreytt. Sofnaði ekki fyrr en 5 í morgun og var komin á fætur hálf átta. Diddi minn átti afmæli í gær og ég á morgun svo hann kúrir þarna á milli afa og ömmu.
Knús í krús................. Heart Glasses






föstudagur, ágúst 20, 2004

Síðasta útkall

Bara að láta ykkur vita að nú er þetta allt að koma. Lilja á að mæta klukkan hálf níu í fyrramálið og verður þá sett af stað. Og mín fer að sjálfsögðu með. Hlakka alveg ótrúlega mikið til að fá að upplifa þessa reynslu. Það er sko allt annað en þegar maður liggur sjálf á bekknum.
Knús í krús.............. It's A Smiley!






fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Hmmmmmmmmmm.

Enn bíðum við eftir prinsinum og komi hann ekki að sjálfum sér verður daman sett af stað á föstudaginn. Gaman væri samt að hann kæmi í dag(fimmtudag)því þá á Diddi afmæli eða þá bara á laugardaginn því þá á ég afmæli. Nema bara að hann kúri sér þarna á milli afa og ömmu. Jís hvað það er skrítið að segja eða skrifa svona. Afi og amma. Er ekki alveg að kaupa þetta sko. I've Got It Annars er ég komin í sumarfrí aftur og það er sko bara gott. Fór í klippingu í morgun til Ríkeyjar og núna er ég sko orðin dökkhærð. Hef aldrei verið svona dökk áður. Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt. Hef svo sem aldrei verið hrædd við að prufa eitthvað nýtt í hausinn á mér. Þetta vex allt aftur. Reyndar var maðurinn minn elskulegur svo "elskulegur" að panta tíma fyrir mig og hringdi bara í mig í vinnuna í gærkveldi og lét mig vita að ég ætti að mæta klukkan 10 í morgun. Og þeir sem mig þekkja vita sko alveg að ÉG hefði aldrei pantað tíma klukkan 10. Var sko að vinna til eitt í nótt og fór svo að skúra og það þurfti að taka allt heila klabbið svo ég kom ekki heim fyrr en að verða hálf fjögur, og ekki sofnuð fyrr en fimm. Enda var ég enn með stýrurnar í augunum þegar ég mætti 20 mínútum of seint til Ríkeyjar. Ætli það megi ekki segja að ég hafi hangið einhvern vegin svona í stólnum í morgun.The Dream Og svo hafa orðið smá breytingar í utanlandsferð vorri. Nú ætla Lonni og Boldur að koma út með Erni Aroni á fimmtudeginum og vera fram á sunnudag. Og það sem drengnum var létt að þurfa ekki að ferðast einn. Hann sem var búinn að bera sig svo vel og fullyrða það að hann væri ekkert smeykur við það. En þegar hann frétti að þau ætluðu með honum voru tekin nokkur spor í regndansinum í bland við stríðsdansinn. hehe.. Rave Og ef þið haldið að ég hafið skrifað nafnið hans Baldurs vitlaust þá er það ekki svo. Nú hefi ég fundið upp það snjallræði að kalla Balur Lonniar Boldur og Baldur Lilju Bildur. Híhí. Er ég ekki sniðug. Þær þurftu nú aðeins að hugsa dætur mínar afthverju mér datt þetta í hug. Nú getur fólk vitað hvorn maður á við án þess að þurfa alltaf að spyrja, Baldur hvor ? Bildur og Boldur skal það vera.

Knús í krús.................. Too Happy 1






mánudagur, ágúst 16, 2004

Shit,shit,shit,shit....

Hér var ég búin að skirfa þessi heilu ósköp og þegar ég publisa þá bara hvarf allt. En þá er bara að prufa aftur, veit nú ekki hvort ég nenni að skrifa þetta allt aftur. En sem sagt. Drengurinn er ekki kominn en. Lætur bara bíða endalaust eftir sér. Hún (Lilja) upplýsti mig nú um það að hún hefði prufað að laxera en það bara virkaði ekki betur á hana en þetta. Svo náttúran verður bara að hafa sinn gang með þetta eins og annað. Svo hún verður bara að bíða með okkur hinum.I'm WaitingSvo fór ég bara ansi víða í dag. Byrjaði á að sækja Lilju og fór svo til Guðnýjar og Sigga að tékka á málum þar. Siggi var að setja upp klóið og Guðný úti á stétt að mála gamla kommóðu. Asskoti flott hjá stelpunni. Svo fann hún einhverja gamla hillu og málaði hana líka svona rústrauða. Verst að hún er svo hrifin af þessum lit að ég óttast að hún gleymi sér og máli allt draslið. Paint Can Svo heim og þá var Diddi búinn að elda Londonlamb og brúnar potatos. Svo við snæddum og svo keyrði ég hann í vinnuna. Og þá fórum við Örn Aron að skúra. Hann er búinn að vera alveg hreint ótrúlega duglegur að hjálpa mér og það alveg óbeðinn. Finnst rosa sport að skúra með moppunni og vinda hana í þar til gerðum vagni. Ég ætti kannski að fá mér svona græju til að hann verður duglegri að taka til hendinni hér heima við.. Mopping Núh, svo heim í sturtu og svo til Olgu að taka inn þvottinn fyrir hana og brjóta saman. Og einhvers staðar á þessari leið minn datt ég inn í sjoppu og kaupa gos og sígó. Datt þá í hug að taka eina dvd mynd fyrir kvöldið. Hef ekki tekið mér mynd á leigu í 2 til 3 ár. Enda varð bóndinn aldeilis hissa þegar hann kom heim úr vinnu og sá myndina. Tók spennutrillinn Gothika, og OMG þvílík spenna. Maður var í spennu frá A-Ö. Lonni kom hér við til að fá einn óþverra, og vann mig að sjálfögðu. Ég er sko alger lúser í þessu spili. En, hún settist svo aðeins niður með mér þegar ég ætlaði að fara að horfa. Bara smá. Klukkan líka orðin rúmlega eitt. But I´m so sorry, hún stóð sko ekki upp fyrr en myndin var búin. Ég mæli sko eindregið með þessar mynd fyrir þá sem hafa gaman að svona spennu og yfirnáttúrulegum hlutum.. Screaming En nú er ég hætt að sinni.

Knús í krús.................. Horse Flottir fimleikarnir á Olympiuleikunum.









laugardagur, ágúst 14, 2004

Neibb, ekki kominn enn

Hann ætlar að láta bíða eftir sér þessi elska. Bólar ekkert á honum enn. Kíkti til Olgu í gærkvöldi. Hún er orðin ansi aum þessi elska, lenti í árekstri um daginn við eitt stykki rútu. Ekkert kom út úr skoðun upp á slysó. Vika síðan þetta gerðist. Og núna er hún svo aum í öxlinni og handleggnum að hún getur sig varla hreyft. Nennti ekki að fara að skúra í kvöld, svo nú verð ég að fara á morgun í staðinn. Jís mar. Minnið mig endilega á það að ég nenni ekki að skúra þetta stykki aftur. Það er einn staður þarna uppfrá sem er svo heitur að ég byrja að svitna um leið og ég geng inn í húsið. Og sóðaskapurinn maður minn. Ég er sko alveg búin að komast að því að vinnustaður karla er ekki til fyrirmyndar. Henda tómum sígópökkum á gólfið og svo er sturtuaðstaða þarna og þar liggja handklæði, illa þefjandi sokkar og annar fatnaður út um allt. Ojjjjjjjjjjjjjjjj. Nei takk, held ég leysi hana Öddu mína ekki aftur af með þetta. Give Me The DirtAnnars var ég bara heima í dag, Lilja Bryndís kom og við tókum einn óþverra. Og svo afrekaði ég að ryksuga hér og þvo þvott. Og svo er ég búin að prjóna bara slatta mikið. Þetta er allt að koma. Knitting Nenni ekki meir í kvöld

Knús í krús................................................. Shy






föstudagur, ágúst 13, 2004

Og við bíðum og bíðum og bíðum og bíðum!!!!!!!!!!!!

Já við bíðum og bíðum. Ekkert bólar á litla manninum. Honum þykir greinilega gott að kúra í mömmumalla. Lilja fór í mæðraskoðun í dag og ljósa sagðist nú alveg eiga von á því að hann kæmi um helgina. Hann er kominn svo neðarlega. En ef ekki á hún að koma í mónitor á mánudaginn og svo aftur skildist mér á þriðjudaginn og þá yrði hún sennilega sett af stað. Og hún var heldur betur kát þessi elska. Sér loksins fyrir endann á þessu. Talar orðið ekki um annað en hvað hana hlakkar til að fá hann í hendurnar. Æ hvað ég get skilið hana. Mom And Baby Ekki hef ég nú verið nógu dugleg við prjónana þessa síðustu og heitustu daga. Verð að fara að taka mig á. Er rúmlega hálfnuð. Og þykir það bara nokkuð gott. Er komin í helgarfrí í 3 daga og svo 2 kvöldvaktir og svo aftur komin í sumarfrí. Jeyyyyyy. Tókst loksins að setja nýjar myndir inn á barnalandið góða. Endilega kíkja á það og gösso vel að kvitta fyrir í gestabókina. Takk fyrir takk. En komin tími á ból.
Knús í krús............. Sandy Beach






laugardagur, ágúst 07, 2004

Biðin langa

Þá er hún víst formlega hafin þessi eilílfa bið eftir fæðingu barns. Ásetti dagurinn var í gær svo nú erum við formlega farin að bíða. Og það með óþreyju skal ég segja ykkur. Nú er hún dóttir mín orðin svo þreytt og lúin að það hálfa væri nóg. Sama hvernig hún liggur, þá fær hún brjóstsviða og svo getur hún bara legið á hliðinni og þá er henni svo illt í mjöðmunum þegar hún vaknar að hún kemst varla framúr bælinu. Elsku kellingin. Svona er þetta, og flestar gerum við þetta nú samt oftar en einu sinni. Já elskurnar mínar, það er nú svona að vera kona........
Annars er hér allt í hers höndum. Hún er sjaldan stök þessi bára sem allir tala um. Hér bilaði þurrkarinn minn. Slitnaði í honum reimin sem snýr tromlunni. Washing Machine Bóndinn fór og keypti nýja reim og taldi það nú lítið mál að setja hana í. En annað kom á daginn. Þá kom Halli Palli stóri bró og ætlaði að hjálpa til. En nei, þeir voru ekki alveg að fatta hvernig átti að setja hana í. Svo það var kallað á viðgerðarmann. Og oh my god. Ég grét hástöfum þegar ég borgaði kalli fyrir. Hann var í heilar 7 mínútur að þessu og ég mátt gösso vel og reiða fram 6.200 krónur. Argggggggggg. En nú vælir þurrkarinn eins og breima læða svo ég verð að fá þennann viðgerðarmann aftur. Ætla sko ekki að borga þá. Það hefur aldrei heyrst svo mikið sem stuna frá þessu tæki fyrr en nú. En svo að hinni bárunni. Eins og þið vitið þá var skipt hér um blöndunartæki í eldhúsinu fyrir sotlu síðan. Gott mál. Nema að helv..... heitavatnskraninn inní skápnum er búinn að leka síðan. Bara svona í rólegheitum og beint niður í gólf svo að við urðum ekki vör við neitt. Fyrr en að allt í einu rís parketið upp og mótmælir. Svo þá kom tryggingarmaðurinn góði og kíkti á þetta. Hann kallaði á pípara til að koma og laga kranann og svo á smiðinn til að kíkja á skemmdirnar. Ok. Píparinn kom og það tveir og skiptu um krana. Sawing Svo kom smiðurinn og BRAUT botninn í skápnum. Hann var orðin alveg morkinn. Og svo er ég svo heppinn að innréttingin er í heilu lagi en ekki svona einingar eins og er í dag, þannig að það þarf að rífa hana alla frá og smíða nýjann botn í hana. Og núna er ég með heljarinnar þurrkara í ruslaskápnum sem blæs í gólfið og þurrkar það og hávaðinn er að gera okkur öll heyrnarlaus, og þetta á að ganga til þriðjudags. En ég fékk nú samt náðarsamlegt leyfi til að slökkva á þessum fjanda á nóttinni. Ætlaði að setja inn nokkrar myndir á barnalandinu góða en það er ekki að ganga núna. Eitthvað verið að breyta og laga á því heimilinu. Fékk nefnilega myndir að pabba Baldurs og hans konu og þeirra börnum. Er svona skemmtilegra að hafa líka myndir af hans fólki þar. Vona bara að þessar breytingar gangi fljótt og vel fyrir sig. Jæja held að þetta sé komið gott í bili. Best að taka prjónana og taka eins og tvo til þrjá hringi fyrir svefnin.

Knús í krús....................Smiley Hedge







fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Íslenskutími 1

Já það er ekki seinna að vænna að fara að læra stafsetningu. Og rétta málfræði. Sé hér á kommenti minu að ég er ekki eins góð og ég hélt. Hmmmm. En mar er aldrei of gamall til að læra. Student Head Explodes Æ,jæja. Ég skal reyna að bæta mig dúllurnar mínar. Annars er það af mér að frétta að ég fór í vinnuna í dag. Var kannski ekki eins hress og ég hélt. Þegar klukkan var að nálgast tíu var ég orðin ansi sloj, og haldið ykkur bara. Og svo þurfti ég að fara upp í BM Vallá að skúra. Tók að mér það yndislega verk að leysa Öddu vinkonu af til 16 ágúst. Ryk og sviti og enn meira ryk og sviti.. Mopping Í stjórnstöðinni var mér alveg fyrimunað að finna ljósarofann, svo ég held að þetta hafi nú verið meiri drulludreifing en þvottur á því gólfinu. Verð að muna eftir að hringja í Ingu hennar Öddu á morgun og spyrja hana hvar rofinn sé.. Svo hefði ég nú ekki haft neitt mikið á móti því að eiga baðkar þegar ég kom heim. Það er akkurat á svona stundum sem mig vantar baðkar.. Soaking En það kemur seinna. Ekkert er farið á bóla á ömmukút enn. Verst að þegar ég er á kvöldvakt vinnst enginn tími til að prjóna. Verð bara að vera dugleg um helgina. Vildi helst vera að mestu leiti búin með skírnarkjólinn áður en við förum til kóngsinns Copenhage. Íííííííííííííííííííííííííjey það er sko aldeilis farið að styttast. Ekki nema 18 dagar í brottför.
Nóg í bili.
Knús í krús...................






miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Spræk,sprækari,sprækust

Jamm og já. Mín er öll að sprækast. Orðin bara þokkalega hress en hósta samt enn þessi lifandis ósköp. Hljóma eins og gamall traktor að fara í gang. En þetta er allt að koma. Er búin að vera nokkuð dugleg við skírnakjólinn síðustu tvo dag og er núna hálfnuð. Lilja orðin annsi óþolinmóð, hringdi í mig í kvöld og vildi fá samþykki mitt fyrir því að fara og kaupa sér laxerolíu. Ég sagðist ekki ætla að taka þá ákvörðun fyrir hana. Fyndist að hún ætti bara að láta náttúruna um þetta. FaintingÉg var frekar hneyksluð. Vinna á morgun og þið trúið því aldrei, mig hlakkar til að mæta. Er eiginlega farin að sakna þessa furðulega fólks sem ég vinn með. híhí.....

En nóg í bili, er frekar tóm. Knús í krús.......... Waitress









sunnudagur, ágúst 01, 2004

Allt að koma

Jæja nú held ég að Þetta sé allt að koma. Fór á fimmtudaginn upp á læknavakt. Þetta var bara ekki að ganga hjá mér. Það fékk ég að vita það að ég er með asma-kennda berkjubólgu.. Fékk sýklalyf við því ásamt stera innhalator. Svona púst. MedicineOg gungan ég þorði ekki að soga þetta dót að mér fyrr en í dag. Veit ekki alveg hvað það var en mér fannt þetta eitthvað mjög svo fráhrindandi, hélt að þetta væri örugglega ógeðslelga vont. En surprise, fann ekkert fyrir því nema hvað það var léttara að anda,. Sem sagt í hnotskurn, mér er að batna. Enda kominn tími til. Þetta er orðin rúm vika hjá mér. Ég er gjörsamlega að mygla hér heima. Lokuð innan þessa fjögurra veggja. I need air......... You're Full Of Hot AirEr nú að hugsa um að vera óþekk stelpa á morgun og stelast í svona klukkutíma til Guðnýjar og sjá hvað þau eru búin að vera dugleg í endurbóta vinnunni við húsið sitt nýja. Svo hringdi Örn Aron áðan voða glaður, hafði tekið þátt í minigolf móti í Hraunborgum og fékk medaliu fyrir það. Jibbý kóla.... Setti líka inn nýja bumbumyndir af Lilju Bryndísi áðan sem teknar voru í dag. Hún er orðin annsi þreyutleg þessi elska. 5 dagar í settan fæðingardag, svo er bara að bíða og sjá.

Knús í krús.............................. Chillen