mánudagur, febrúar 06, 2006

Long time no skrif

En sona erida bara. Eða þannig. Svo sem ekkert merkilegt á daga mína drifið. Reyndar búið að skíra litlu snúlluna. Og hlaut hún nafnið Þórunn Emilía. Voða fallegt.




Og ein að lille familý. Og litli kallinn minn búin í sínu prógrammi. Kominn með rör í eyrun og kúlurnar komnar á sinn stað. Farinn að hlaupa út um allt. Algjör knús. Við erum voða góðir vinir. Nú ég gerðist hin myndarlegasta og fór í klukkutíma göngutúr með syninum í gærkvöldi og er með nettar sperrur í aftanverðum kinnum og kálfum. Var búin að sitja hér alla helgina og glápa á video og prjóna eins og brjáluð kelling. Afrekaði svo með hléum að skipta á rúmum og þvo þvott og svona. Svo eftir kvöldmat settist ég að sjálfsögðu aftur í lata strák og þá bara eins og fann ég að eitthvað var að brjótast út úr afturendanum á mér, og mér til hryllings fattaði ég að þetta væru rætur, sem væru að skjóta sig fastar við lata strák. Svo ég dreif mig með erfiðismunum upp aftur og út áður en ég festist. Svo nú er stefnan að ganga smá á hverju kvöldi. Einhver sem bíður sig fram. Kanski Spánardrósin ha. Ertu með. En nú nenni ég ekki meir.
Yfir og út krúsarknús.

Engin ummæli: