En ég verslaði mér nýja sæng, sængurverasett á hjónarúmið og að sjálfsögðu Burbury eins og allir hinir í búðinni, 4 drykkjarkönnur ógó sætar, dúk á eldhúsborðið, körfu á borðið inni í sjónvarpsherberginu undir allar þessar fjárans fjarstýringar sem fara endalaust í taugarnar á mér og svo eina körfu undir handavinnuna, svona Rauðhettukörfu. Og fyrir þetta mátti ég greiða heila 7 þúsund krónur og þykir það nú bara skratti vel sloppið. Var sko bara sæl með þessa verslunarferð okkar vinkvenna. Kannski að mar fari að stunda þessar útsölur bara grimt. Hef aldrei þolað þessar endalausu búðarferðir, þykir bara held ég ekkert eins leiðinlegt og að rápa í búðum. Skil til dæmis ekki fólk sem hefur ekkert þarfara að gera um helgar en að labba í Kringlunni eða Smáralindinni. Forðast það eins og heitan eldinn.
Fór til Guðnýjar og Sigga í gærkvöldi að horfa á Idol og stefnan sett á þau líka næsta föstudagskvöld. Hefði gjarna vilja sjá Davíð Smára í úrslitum en hann gjörsamlega tapaði sér í fyrra laginu svo þetta fór eins og það fór. Er samt alveg viss um að Hildur Vala vinni þetta. Er ekki alveg að fíla Heiðu. Hún er svo sem ágæt, en samt. Fórum í afmæli í kvöld hjá framkvæmdarstjóra Strætó og var þetta bara ferlega flott partý. Mikið um ræðuhöld og svo rosa mikið sungið og dansað. Lonni kom að sjálsögðu og málaði mömmsuna sína og bauð Guggu svilkonu líka í meikup. Svo við vorum ógó fínar. Fínt að fá svona förðunarfræðing í fjölskylduna.
Didda besta skinn kom hér í mýflugumyndi í dag með sínum heittelskaða og var yndislegt að sjá þau. Nú eru þau sko orðin prentsmiðjueigendur. Vona svo sannarlega að þetta gangi allt rosa vel hjá þeim. Finnst þau sko alveg eiga það skilið. En nóg komið af bulliYfir og út krúsaknús..........



Engin ummæli:
Skrifa ummæli