Olga kom svo við hér í kvöld öll hrufluð hægri vinstri. Búin að skrapa heilt hol og gang, þ.e. til að taka af veggjum hraun. Óþolandi svona grófhraunaðir veggir. Skemma öll húsgögn og svo er bara sárt að reka hendina í þá. Svo er hún að skipta um gólfefni líka og svona svo það er allt í ryki og ógeði heima hjá henni. Ekki öfunda ég hana. Samt verður voða gaman þegar þetta er afstaðið. Nú byrja kóræfingar annaðkvöld og ég verð að sitja heima. En ég finn það nú alveg að ég ætti alveg að geta byrjað um mánaðarmótin. Hlakka alveg hrikalega til.
Var að enda við að horfa á Amacing Race og í þetta skiptið með spúsanum. Hann hefur ekki horft á einn einasta þátt áður, en varð að sjálfsögðu að horfa í Íslandsþáttinn. Svo nú er bara spurning hvort hann verði ekki húkt eins og fleiri. Það væri nú gaman að því. Hann skilur ekkert í þessum veruleikaþáttasjúkleika í kellu sinni. hehe........
Yfir og út krúsarknús.................


Engin ummæli:
Skrifa ummæli