
Skrapp til Sússýar frænku í gærkvöldi og prjónaði að sjálfsögðu og þá uppgötvaðist það að Kolla tengdadóttir hennar er að prjóna sama kjólinn og ég. Hún á að eiga í september og gengur með litla skvísu. Undarlegt að við skyldum velja sama kjólinn. Eins og það eru nú til margar uppskriftir af skírnarkjólum. Fyndið.

Svo hringdi mamma hér í kvöld að spjalla og ég vissi að hún var búin að bjóða Sússý í mat annað kvöld, því að Putte kom í dag. Svo ég að sjálfsögðu spurði hvort okkur væri ekki líka boðið í mat. Og uðvitað gat hún ekki sagt nei. Svo nú erum við í fríu fæði annað kvöld. Og það ekki af lakarin endanum. Hangikjöt með öllu tilheyrandi. Mmmmmm

Annars varð ég nú hálf sár út í Egil og Rúnu í gær. Hringdi í þau til að fá þau í heimsókn eitt kvöld áður en þau færu. Og þá eru þau bara bókuð í matarboð, laugardag,sunnudag og mánudag. Ég ætlaði nefnilega að bjóða þeim í mat og var búin að nefan það við þau, en þá vildu þau ekkert svoleiðis umstang og sögðust bara koma í kaffi eða rautt. Nenntu ekki að standa í þessum matarboðum endalaust. Þannig að það verður ekkert úr því að við hittumst áður en ég fer norður og svo fara þau heim á miðvikudaginn. Já, verð að viðurkenna það. Varð pínu sár. But so be it....

Jæja ætli það sé ekki best að fara að brjóta saman þvottinn úr síðasta þurrkaranum og ganga frá því, taka svo eins og tvo eða þrjá hringi á prjónum og skella sér svo í bólið.
Knús í krús............

Engin ummæli:
Skrifa ummæli