Jísös kræst. Ég get svo svarið það að það var farið að hringla í hausnum á mér að hlusta á þær þrjá tala saman. Orðið obboslega langt síðan mar sat og hlustaði bara á dönsku.Ég hélt mér svona frekar til hlés svona rétt á meðan mar var að venjast þessu og að sjálfsögðu sat ég með mína prjóna. Og svo alltíeinu þegar ég er að telja átta lykkjur á milli fatta ég það að ég er farin að telja á dönsku. En, to, tre,fire,fem,sex, sju,atte. Halló. Hvað er í gangi. Það má ekki tala dönsku og þá er ég farin að telja á dönsku. Eins gott að að var ekki finnska. Ég kann nebbilega ekki finnsku. Þá hefði ég ekki getað talið.


Gurrý nágrannakona mín, sem býr við hliðina á mér er rifbeinsbrotin eftir smá hnikk í ...... og hringdi þessvegna í mig hér í kvöld og bað mig að hjálpa sér að bera inn. Hafði verið að versla. Sem ég að sjálfsögðu gerði. Og þá vildi hún endilega bjóða mér í eitt glas eða svo. Sem fyllibyttan ég þáði. Sátum og kjöftuðum um allt og ekkert til að verða hálf eitt. Sótti naglagræjurnar og lakkaði neglur og pússaði. Smá svona dekur. Svo lakkaði hún á mér tásurnar í stíl við puttana.Svo nú get ég verið berfætt í sandölum og ermalausum bol.....

Og nú er ég búin að þvo allt það sem bæst hafði í óhreinatauið síðan á laugardag. Bara að klára að pakka og þá er ég reddý. Þarf að skreppa í Kringluna í fyrramálið og ná mér í sundbol. Minn söng sitt síðasta í sumarbústaðarferð saumaklúbbsinns. Enda orðinn annsi gamall. Kominn tími á nýjann.

Knús í krús..................
