
Saumaklúbbur í kvöld hjá Önnu. Sá fyrsti eftir áramót. Gaman að hitta skvísurnar aftur. Og Sússý frænka byrjaði aftur með okkur í kvöld. Var með okkur fyrir svona hvað á ég að segja 15 árum síðan og dreif sig aftur núna. Gaman að hafa hana með. Velkomin aftur Sússý mín. Leyfðum okkur aðeins að fylgjast með brúðkaupi Tristu og Ryans. Er nú ekki alveg að sjá að þetta virki. Gott samt hjá honum að neita að vera með BLEIKT bindi. Jísös hvað það er lummó. Og svo eru bara smíðaðir á Tristu skór. Hafiði heyrt það betra, með demöntum og alles. Já hann ríður ekki við einteyminginn kaninn. Segi nú ekki meir.

Ótrúlegt hvað maður getur fengið óstjórnlega löngun í eitthvað gotterí þegar það er ekki til. Í gærkvöldi langaði mig alveg ógeðslega mikið í lakkrískonfekkt. Sá fyrir mér fullann poka af mjúkum glænýjum lakkrís, en so sorry það var ekki til. Og ég komst yfir það. Svo áðan þegar ég kem heim úr saumó bíður ekki kallinn minn elskulegur með poka af lakkríkonfekti mjúku og glænýju. Mmmmmmmmmm....... Já það er ekki hægt að segja að ekki sé hugsað um mann. Svo ákváðum við líka í saumó að reyna að komast í sumarbústað um miðjan mars eða fyrstu helgina í apríl. Verð að muna eftir að tékka á því á morgun hvort eitthvað sé laust. Skeljungur á tvo alveg æðislega bústaði í Úthlíð með heitum potti og alles. Hlakka mikið til að flatmaga í heitu vatninu og slaka á. Veit hreinlega fátt betra.

Er loksins búin með Lindu Pé. Verð nú að játa það að ekki gef ég henni margar stjörnur. Frekar þunnur þrettándi. Og ekki meir um það. Eitthvað gengur mér illa að finna uppskrift að skírnarkjól sem mér líkar. Held ég verði að hringja í Ástu frænku og grátbiðja hana um að finna blaðið sem hún lánaði mér hérna um árið. Það er uppskrift að æðislegum kjól. Minnir mig á kjól frá svona 1820. Alveg truflaður. Nú er nóg komið af bulli.
Knus og kyss.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli