sunnudagur, desember 07, 2003

Þá er þessi dagur að kveldi liðinn og komin nótt, enn eina ferðina og ég ekki farin í ból frekar en aðrar nætur. Mér er reyndar sagt að með aldrinum þurfi maður að fara fyrr í rúm og fyrr á fætur. Sé ekki nokkra breytingu í þá átt hjá mér. Ég er næturdýr dauðanns og verð það sjálfsagt alltaf. Vaknaði að sjálfsögðu aðeins of seint í morgun fyrir generalið, mætti 20 mínútum of seint. En ég var ekki sú eina. Það er samt alveg ferlegt að fara beint á æfingu svona nývaknaður. Röddin er í allgjörri hvíld og ekkert heyrist nema ýskur og hvísl. En það lagaðist er leið á daginn. Ég verð nú að segja það að mér finnst helv... hart að borga fullt af peningum fyrir leigu á Hallgrímskirkju og fá svo ekki neinn tíma til að renna yfir prógrammið og inn og útgöngu. Frekar fúlt, eða hvað finnst ykkur. Jæja þetta er nú allt að smella. Búin að raða svona 5sinnum í nýja skápinn og taka jafn oft út úr honum aftur. En held að ég sé komin að niðurstöðu. Svona verður það. Og hana nú. Þá er Lonni búin að panta flug til Aussi, hún fer 26 janúar. Vildi svo gjarnan að ég væri að fara með henni en það er víst ekki á allt kosið. Hún verður bara að knúsa Rúnu, Egil og krakkana frá mér. Fengum prógrammið af tónleikunum í morgun og verð að segja það, að Silla er alltaf jafn smart í sér. Og svo er líka gaman þegar textarnir eru með. Gefur þessu meira gildi. Held ég láti þetta duga að sinni. Sí ja leiter.
Knús og kossar.

Engin ummæli: